Guðfinna Eygló Gísladóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. apríl 2019 kl. 21:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. apríl 2019 kl. 21:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Eygló Guðfinna Gísladóttir. '''Eygló Guðfinna Gísladóttir''' húsfreyja fæddist 26. október 1933 á Hásteinsvegu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Eygló Guðfinna Gísladóttir.

Eygló Guðfinna Gísladóttir húsfreyja fæddist 26. október 1933 á Hásteinsvegi 5 og lést 13. mars 2011.
Foreldrar hennar voru Gísli Finnsson kaupmaður, f. 19. júlí 1903, d. 2. maí 1983, og fyrri kona hans Valgerður Ólafía Eva Andersen, f. 9. nóvember 1908, d. 17. september 1992.

Börn Gísla og Evu:
1. Erla Gísladóttir húsfreyja í Hergilsey, f. 26. október 1927, d. 7. júní 2005, kona Valtýs Snæbjörnssonar.
2. Sonja Hansína Gísladóttir, f. 4. júlí 1931, d. 7. september 1987.
3. Eygló Guðfinna Gísladóttir, f. 26. október 1933, d. 13. mars 2011.

II. Síðari kona Gísla (skildu) var Margrét Guðmundsdóttir, f. 11. ágúst 1922, d. 31. mars 2004.
Börn þeirra:
4. Hansína Sesselja Gísladóttir, f. 11. mars 1943.
5. Finnborg Bettý Gísladóttir, f. 4. mars 1945.
6. Guðmundur Gísli Gíslason, f. 26. október 1947.
7. Finnur Gíslason, f. 21. apríl 1949, d. 27. janúar 2005.

Barn Evu Andersen og Sigurðar Péturs Norðfjörð Sigurðssonar og kjörbarn Valdimars Tómassonar:
8. Kolbrún Sigurðardóttir Norðfjörð, f. 10. september 1940, d. 12. apríl 1954.
Börn Evu og Valdimars Tómassonar:
9. Jóhanna Andersen Valdimarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. mars 1946. Maður hennar er Þórlindur Jóhannsson.
10. Laufey Valdimarsdóttir, f. 22. júní 1947.
11. Valdimar Ómar Valdimarsson, f. 23. mars 1950.

Eygló var með foreldrum sínum á Vegbergi, Skólavegi 32 1934, en þau skildu og móðir Eyglóar flutti með hana til Reykjavíkur og giftist þar.
Eygló eignaðist Heimi 1951.
Þau Arnþór giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn og ólu upp Heimi barn Eyglóar.
Í fyrstu bjuggu þau í Reykjavík, fluttu á Austfirði, fyrst til Seyðisfjarðar 1958, þar á eftir til Neskaupstaðar og því næst til Eskifjarðar. Eftir að börnin uxu úr grasi fluttu þau aftur til Reykjavíkur 1982.
Eygló vann hjá Pósti og síma á Eskifirði og síðan alla starfsævi sína, síðast hjá Póstgíróstofunni.
Eygló lést 2011 og Oddur Arnþór 2016.

I. Barnsfaðir Eyglóar Guðfinnu er Sigurður Guðmundsson frá Háeyri, f. 17. maí 1931.
Barn þeirra:
1. Heimir Sigurðsson starfsmaður Samskipa, f. 28. ágúst 1951. Barnsmóðir hans Ellen Aðalbjarnardóttir. Kona Heimis Gróa Þóra Pétursdóttir.

II. Maður Eyglóar Guðfinnu, (1. október 1955), var Oddur Arnþór Ásgrímsson rafvirki, f. 11. september 1927, d. 6. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Ásgrímur Jónsson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður á Seyðisfirði, síðar í Kópavogi, f. 10. ágúst 1904, d. 19. mars 1982, og kona hans Margrét Gróa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 8. desember 1896, d. 6. júní 1996.
Börn þeirra:
3. Eva Arnþórsdóttir, f. 24. febrúar 1957. Barnsfaðir hennar Agnar Daðason.
4. Ása Margrét Arnþórsdóttir, f. 28. júlí 1958. Barnsfaðir hennar Egill Guðni Jónsson. Fyrrum eiginmaður Birgir Ólafsson.
5. Valdimar Andersen Arnþórsson, f. 3. nóvember 1961. Kona hans Rósmarý Andersen Úlfarsdóttir.
6. Eygló Arnþórsdóttir, f. 20. febrúar 1970. Maður hennar var Dan Graversen. Sambýlismaður hennar Andy Holmes.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.