Sigurjón Sigurðsson (Brekkuhúsi)
Sigurjón Sigurðsson fisksali frá Brekkuhúsi fæddist 6. mars 1890 í Hallgeirsey í Landeyjum og lést 8. júní 1959. Sigurjón fór til Vestmannaeyja 2 ára gamall með foreldrum sínum, Sigurði Sveinbjörnssyni og Sigurbjörgu Sigurðardóttur. Hann ólst upp á Fögruvöllum og síðar í Brekkuhúsi.
Fyrri kona Sigurjóns var Kristín Óladóttir og eignuðust þau átta börn. Seinni kona hans var Ingibjörg Högnadóttir og eignuðust þau tvö börn.
Sigurður hóf formennsku árið 1911 á Blíðu og svo keypti hann Þór með fleirum og var formaður á honum fram yfir 1916. Eftir það var Sigurjón formaður með hina ýmsu báta fram yfir 1940. Síðar var hann fisksali við Bárugötu.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Sigurjón Sigurðsson.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.