Jóna Bríet Guðjónsdóttir
Jóna Bríet Guðjónsdóttir frá Breiðholti, húsfreyja í Hafnarfirði fæddist 5. mars 1933 í Breiðholti.
Foreldrar hennar voru Guðjón Hafsteinn Jónatansson bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910 í Breiðholti, d. 8. mars 1993, og kona hans Guðríður Árnadóttir frá Hrólfsstaðahelli í Landsveit, húsfreyja, f. 5. apríl 1906, d. 19. ágúst 1984.
Börn Guðríðar og Guðjóns:
1. Jóna Bríet Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1933 í Breiðholti.
2. Árni Guðjónsson blikksmíðameistari, björgunarsveitarmaður í Kópavogi, f. 12. janúar 1934 í Pétursey, d. 16. mars 2015.
3. Rúnar Guðjónsson, f. 8. nóvember 1939 á Hjalteyri, d. 31. ágúst 1957.
Jóna Bríet var með foreldrum sínum í æsku, í Breiðholti, Pétursey og Hjalteyri og fluttist með þeim í Kópavog 1945.
Þau Guðvarður eignuðust tvö börn, bjuggu í Hafnarfirði.
Guðvarður lést 1956. Jóna Bríet býr við Sólvangsgötu í Hafnarfirði.
I. Maður Jónu Bríetar var Guðvarður Björgvin Fannberg Einarsson smiður, f. 21. júlí 1931, d. 17. júní 1956.
Börn þeirra:
1. Guðjón Guðvarðarson, f. 19 janúar 1953 í Reykjavik. Fyrri kona hans var Hjördís Inga Sigurðardóttir. Síðari kona hans er Ásdís Sigurðardóttir.
2. Guðbjörg Guðvarðardóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1956 í Kópavogi. Maður hennar er Ólafur Einar Sigurðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.