Rafn Pálsson (rafvirkjameistari)
Ástþór Rafn Pálsson rafvirkjameistari fæddist 26. október 1957 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Páll Helgason, f. 14. júní 1933 í Einbúa, Bakkastíg 5 og kona hans Eva Bryndís Karlsdóttir húsfreyja, hótelstjóri, f. 12. maí 1935 í Hafnarfirði, d. 28. apríl 1987.
Rafn var með foreldrum sínum í æsku, á Hólagötu 16. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum, var fiskverkamaður, vann um skeið í vélsmiðjunni Völundi og lærði síðan rafvirkjun í Neista hjá Brynjúlfi Jónatanssyni og í Iðnskólanum, lauk sveinsprófi 1981 og meistaranámi í Eyjum.
Þau Brynhildur giftu sig 1979, eignuðust þrjú börn, bjuggu í fyrstu á Brekastíg 33, eignuðust Heiðarveg 20, sem var upphaflega hús föðurforeldra hans. Þar bjuggu þau í 20 ár, en fluttust þá á Álftanes og hafa búið þar síðan.
Rafn vann við ferðaþjónustu og hótelrekstur í Eyjum, en vinnur nú við iðn sína hjá Orkuvirki e.h.f.
I. Kona Rafns, (16. nóvember 1979), er Brynhildur Brynjúlfsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 10. janúar 1960.
Börn þeirra:
1. Páll Ívar Rafnsson, f. 1. nóvember 1983.
3. Jónatan Helgi Rafnsson, f. 30. ágúst 1987, d. 1. maí 2006 af slysförum erlendis.
4. Snorri Benedikt Rafnsson, f. 30. ágúst 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Rafn Pálsson.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.