Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970/ Stærð bátaflotans

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2018 kl. 15:35 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2018 kl. 15:35 eftir Vpj1985 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Stærð bátaflotans


Brúttórúmlestatala fiskibáta, sem eru skráðir í Vestmannaeyjum, var við síðustu áramót um 5.000 rúmlestir, með Herjólfi og Laxá, sem hér eru skráð er brúttórúmlestatalan 6.173. Auk þess róa að staðaldri frá Vestmannaeyjum nokkrir bátar, sem eru skráðir annars staðar (vægast sagt nokkuð hvimleitt um jafn ágæt aflaskip með fallegum nöfnum Vestmannaeyja).
Árið 1968 gerði Bátaábyrgðafélagið úttekt í bátaflotanum. Var þá fjöldi vélbáta, sem voru skráðir í Vestmannaeyjum og annars staðar, en róa héðan að staðaldri, 77 bátar og nímlestatala 5.890, vélarorka 25.106 hestöfl.
Þetta ár var vélbátaflotinn hér metinn á um 300 milljónir króna.
Á síðastliðinni vertíð bættust eftirtaldir bátar í flotann:

Bára VE 141 12 rúmlestir
Einir VE 180 63 rúmlestir
Gullfaxi VE 102 140 rúmlestir
Ingólfur VE 216 51 rúmlestir
Jökull VE 15 35 rúmlestir
Portland VE 304 10 rúmlestir
Þórdís VE 304 14 rúmlestir
Bára VE 141.- Þessi fallegi bátur er smíðaður í Skipaviðgerðum hf., Vestmannaeyjum, og lauk smíði bátsins um miðjan febrúar sl. Bárður Auðunsson teiknaði bátinn. Yfirsmiður var Eggert Ólafsson. Báturinn ber vitni um gott handbragð og sérlega góðan frágang skipasmiða og iðnaðarmanna í Vestmannaeyjum. Smíði sams konar báts er nú að ljúka, og ætla Skipaviðgerðir hf. að smíða fleiri báta 15-16 tonn á stærð.

Þrír þekktir útgerðarmenn eru nú að láta smíða nýja stálbáta: Óskar Matthíasson, Emil Andersen og Björn Guðmundsson. Eru þetta allt lúmlega 10Q tonna skip, vönduð og glæsileg. Uppbygging bátaflotans er nú framundan, og væri mikil nauðsyn, að hér væri aðstaða til stálskipasmíða eða að minnsta kosti aðstaða til viðhalds stærsm báta. Fer geypimikið fjármagn út úr byggðarlaginu til þessara hluta.

Arsafli Vestmannaeyjabáta árið 1969: Vertíðaraflinn 31.500 lestir Sumar- og haustafli 20.500 - (þar af humar 140) Samtals 52.000 lestir