Guðrún Ólafsdóttir (Gunnarshólma)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. febrúar 2018 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. febrúar 2018 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|100px|''Munda Guðrún Ólafsdóttir. '''Munda ''Guðrún'' Ólafsdóttir''' (Dúna) frá Gunnarshólma, húsfreyja fæddi...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Munda Guðrún Ólafsdóttir.

Munda Guðrún Ólafsdóttir (Dúna) frá Gunnarshólma, húsfreyja fæddist 12. ágúst 1933 í Reykjavík og lést 17. janúar 2015 á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar hennar voru Aðalheiður Eggertsdóttir, f. 19. nóvember 1908 í Bolungarvík, d. 8. júlí 1986, og Ólafur Ingvar Guðfinnsson, bryti, f. 4. nóvember 1908 á Fossi, Húnavatnssýslu, d. 9. júlí 1993.
Fósturforeldrar Guðrúnar voru Lárus Halldórsson á Gunnarshólma, f. 18. febrúar 1873 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 11. apríl 1957, og bústýra hans Kristjana Elísabet Kristjánsdóttir, f. 1. ágúst 1897, d. 29. júlí 1946.

Móðir Guðrúnar veiktist af berklum og dvaldi á Vífilsstöðum. Guðrún fór því í fóstur.
Hún var fóstruð á Gunnarshólma uns Kristjana Elísabet lést 1946, en þá fluttist hún til móður sinnar og Samúels S. Jónassonar í Reykjavík og síðar í Kópavogi.
Guðrúnn giftist Gunnari 1957, eignaðist tvö börn.
Hún lést 2015.

Þegar Dúna var á fyrsta aldursári veiktist móðir hennar og var lögð inn á berklaspítalann á Vífilsstöðum til langdvalar. Dúnu var þá komið í fóstur til Kristjönu Elísabetar Kristjánsdóttur og Lárusar Halldórssonar á Gunnarshólma í Vestmannaeyjum. Elísabet fósturmóðir hennar lést 1946 og fluttist Dúna þá til Aðalheiðar móður sinnar og fósturföður, Samúels S. Jónassonar, f. 1914, d. 2012, í Kópavogi síðar Reykjavík.
Guðrún lauk gagnfræðanámi frá Ingimarsskóla í Reykjavík og útskrifaðist frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1952. Samhliða heimilisstörfum og barnauppeldi var Guðrún útivinnandi. Hún starfaði í verslunum og síðar sem skrifstofumaður hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda í um 14 ár. Eftir það réðst hún til starfa hjá Iðnaðarbanka, síðar Íslandsbanka. Í bankanum annaðist hún símvörslu í útibúi bankans í Lækjargötu 12 í um 10 ár eða þar til hún lét af störfum árið 2000.
Þau Gunnar bjuggu lengst af á Seltjarnarnesi, til að byrja með á Melabraut 30 (nú 2) og í rúm 35 ár að Vallarbraut 5. Frá árinu 2000 bjuggu þau að Básbryggju 5 í Reykjavík.
Munda Guðrún lést 2015.

I. Maður Mundu Guðrúnar, (16. maí 1957), var Gunnar Oddsson rafvirkjameistari, f. 20. mars 1932. Foreldrar hans voru Oddur Einar Kristinsson sjómaður, skipstjóri í Reykjavík, f. 22. september 1905, d. 10. desember 1985, og kona hans Stefanía Ósk Jósafatsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1906, d. 14. mars 1986.
Börn Mundu Guðrúnar og Gunnars:
1. Sif Gunnarsdóttir húsfreyja í Kaliforníu, f. 13. janúar 1954. Maður hennar var Hjörtur Aðalsteinsson. Maður hennar er William A. Burhans jr.
2. Oddur Gunnarsson lögfræðingur, f. 8. desember 1957. Kona hans er Guðrún Kristín Erlingsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.