Helgi Guðmundsson (Minna-Núpi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. janúar 2018 kl. 20:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. janúar 2018 kl. 20:09 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Guðmundsson frá Minna Núpi, sjómaður, matsveinn fæddist 19. ágúst 1883 og lést 11. ágúst 1940.
Foreldrar hans voru Guðmundur Bjarnason bóndi á Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði og víðar og kona hans Salóme Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli og víðar, f. 19. ágúst 1853, d. 11. ágúst 1940.

Helgi var hjá móðurbróður sínum Gunnlaugi Gunnlaugssyni bónda í Hlíð í Eyrarsókn í N-Ísafj.s. 1890, hjú þar 1901.
Hann var giftur Maríu Einarsdóttur og var með henni og barni þeirra Önnu Ólöfu á 1. ári í Hafnarstræti 3 á Ísafirði 1910.
María lést 1912.
Anna Ólöf fór í fóstur til Katrínar móðurmóður sinnar og Einhildar Þórdísar Einarsdóttur móðursystur sinnar og ólst upp hjá þeim og eftir lát Katrínar var hún með Einhildi.
Helgi var matsveinn. Hann fluttist til Eyja, bjó með Guðnýju á Minna-Núpi, gekk börnum hennar í föðurstað, en Þorgerður Þórdís var í fóstri í Vík í Mýrdal. Þau Guðný eignuðust Klöru 1926.
Þau fluttust til Reykjavíkur. Helgi lést af slysförum í Reykjavík 1940 og Guðný 1985.

I. Fyrri kona Helga var María Einarsdóttir húsfreyja, f. 30. október 1885, d. 9. október 1912. Foreldrar hennar voru Einar Pálsson frá Freyshólum á Héraði, skipstjóri á Ísafirði, f. 8. febrúar 1844, drukknaði 1887, og kona hans Katrín Ólafsdóttir frá Unaðsdal í N.-Ís, húsfreyja, f. 11. nóvember 1851, d. 5. október 1932.
Barn þeirra:
1. Anna Ólöf Helgadóttir fiskverkakona, verslunarmaður, f. 24. ágúst 1909 á Ísafirði, síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði, d. 29. september 2004.

II. Sambýliskona Helga var Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Minna Núpi, f. 29. mars 1890 í Skálakoti u. Eyjafjöllum, d. 25. desember 1985.
Barn þeirra:
2. Kristjana María Klara Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. október 1926, d. 30. september 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.