Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1955/Ávarp ritstjórnar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. janúar 2018 kl. 12:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. janúar 2018 kl. 12:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>''Dvalarheimili aldraðra sjómanna</center> <center> ''í Vestmannaeyjum</center></big></big> Síðustu árin hefur sjómannadagsráð varið nokkrum hluta af t...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Dvalarheimili aldraðra sjómanna
í Vestmannaeyjum


Síðustu árin hefur sjómannadagsráð varið nokkrum hluta af tekjum Sjómannadagsins til sjóðs, sem stofnaður hefur verið í því skyni að reisa hér dvalarheimili aldraðra sjómanna.
Sjóður þessi er ekki mikill að vöxtum ennþá, enda má með sanni segja, að furðu hljótt hafi verið um þessa fjáröflun.
Það má engin rugla saman því sjómannaheimili, sem hafin er bygging á í höfuðstaðnum og því heimili, sem hér skal reist, þegar efni og ástœður leyfa.
Það er óhœtt að fullyrða, að enginn sjómaður, sem hér hefur lifað og starfað, óskar eftir því að eyða œvikvöldinu annarsstaðar en hér heima, og þessvegna er það tímabært að afla fjár til heppilegs tómstunda - og dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn í stœrstu verstöð landsins. — Við skulum vera þess minnug, að Vestmannaeyjar, — sem í dag er mesta framleiðslu- og framfarabyggðarlag þessa lands, eiga sjómönnum sínum mikið að þakka. Og þess vegna, fyrst og fremst, eru Vestmannaeyingar, fjœr og nœr, hvattir til þess að leggja sinn skerf til þess að Dvalarheimilið verði reist.
Með sameiginlegum vilja mun markinu náð, og þeim, sem skilað hafa hinum ómetanlega arfi í hendur okkar, mun verða reistur sá griðastaður, sem hæfir hinni öldnu sjómannakynslóð, þar sem hún áhyggjulaus getur dundað við störf, sem stytta starfsfúsum höndum tímann, og fengið nauðsynlega aðhlynningu.