Sigurbjörg Hjálmarsdóttir (Oddhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. nóvember 2017 kl. 16:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. nóvember 2017 kl. 16:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurbjörg Hjálmarsdóttir (Oddhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Oddhól fæddist 6. september 1884 í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum og lést 15. ágúst 1937.
Foreldrar hennar voru Ingibjörg Gísladóttir, síðar húsfreyja í Oddakoti í A-Landeyjum, f. 2. mars 1852, d. 31. desember 1933, og barnsfaðir hennar Hjálmar Eiríksson bóndi á Ketilsstöðum í Mýrdal og í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, f. 17. júlí 1829, d. 31. ágúst 1903.

Sigurbjörg var sveitarbarn á Hólmi í Landeyjum 1890, vinnukona þar 1901.
Hún fluttist frá Miðeyjarhólma í Landeyjum til Eyja 1907, var vinnukona í Dölum í lok ársins, var vinnukona á Sunnuhvoli hjá Katrínu Gísladóttur og Páli Ólafssyni 1909 og 1910.
Þau Ólafur voru leigjendur á Hólmi 1912-1914, giftu sig 1915 og bjuggu í Miðey í lok ársins.
Þau voru leigjendur í Ásgarði 1916-1920. Þar eignuðust þau þrjú börn.
Þau voru komin á Oddhól 1921 og bjuggu þar síðan, eignuðust eitt barn þar.
Sigurbjörg lést 1937. Ólafur fluttist til Akureyrar 1942, lést þar 1955.

I. Maður Sigurbjargar, (26. desember 1915), var Ólafs Andrés Guðmundsson, f. 14. október 1888, d. 20. mars 1955,
Börn þeirra voru:
1. Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Akureyri, síðar starfsmaður Lyfjaverslunar Ríkisins í Reykjavík, f. 18. apríl 1917 í Ásgarði, d. 23. febrúar 1999.
2. Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri í Eyjum, f. 23. ágúst 1918 í Ásgarði, d. 4. mars 2002.
3. Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður Lyfjasamlags Vestmannaeyja, sjúkrahússstarfsmaður í Reykjavík og Eyjum, f. 4. september 1920 í Ásgarði, d. 15. nóvember 2012.
4. Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Kassagerð Reykjavíkur, f. 16. júní 1922 í Oddhól, d. 18. október 2016.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.