Vigfús Sigurðsson (Pétursborg)
Vigfús Sigurðsson, Pétursborg, fæddist 24. júlí 1893. Árið 1908 fluttist Vigfús til Vestmannaeyja með foreldrum sínum, Sigurði Vigfússyni og Ingibjörgu Björnsdóttur. Vigfús byrjaði ungur sjómennsku og árið 1920 hóf hann formennsku á Blíð. Eftir það er hann með Gústaf, Kap og fleiri báta fram yfir 1930. Eftir það hætti Vigfús formennsku og stundaði útgerð í nokkur ár.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.