Guðfinnur Guðmundsson (formaður)
Guðfinnur Guðmundsson, Kirkjuhól, fæddist að Hjálmholti í Vestmannaeyjum 25. júní 1912. Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson og Elín Runólfsdóttir. Formennsku hóf Guðfinnur árið 1934 á Hebron og síðar á Mýrdæling og Ófeig II en hann hafði formennsku á honum til dauðadags. Hann lést 33 ára gamall, 25. nóvember 1945.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.