Magnús Hjörleifsson (skipstjóri)
Magnús Hjörleifsson, Reyni, fæddist 5. desember 1891 í Naustahvammi í Norðfirði. Árið 1910 fór Magnús til Vestmannaeyja. Árið 1912 er Magnús háseti á Ceres hjá Jóhanni Jónssyni í Brekku. Árið 1914 er Magnús á þeim sama bát en þá er Bjarni Hávarðason formaður. Árið 1915 tekur Magnús við formennsku og er með hann til 2. mars árið 1920 en þá ferst hann með allri áhöfn við fjórða mann í ofviðri suður af Bjarnarey.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.