Gísli Magnússon (Skálholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. apríl 2017 kl. 21:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2017 kl. 21:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|250px|Gísli thumb|250 px|Börn Gísla '''Gísli Magnússon''', Skálholti, fæddist...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gísli
Börn Gísla

Gísli Magnússon, Skálholti, fæddist 24. júní 1886 í Rangárvallasýslu og lést 2. maí 1962. Þegar hann var 11 ára gamall fór Gísli til Vestmannaeyja og um fermingu fór Gísli að stunda sjóinn.

Þegar mótorbátarnir komu keypti Gísli hluta í einum sem hét Geysir. Gísli var vélamaður á honum í tvær vertíðir en undi ekki vel við það. Hann keypti því bátinn Ísak og er formaður á honum tvær vertíðir. Árið 1910 kaupir hann Frí ásamt fleirum og er með hann í eitt ár. Gísli vildi þó eignast sjálfur sinn eigin bát og keypti Hlíðdal og er með hann í þrjár vertíðir. Þá lét hann smíða 19 tonna bát sem fékk nafnið Óskar. Gísli var formaður til ársins 1940. Á útgerðartímabili Gísli átti hann 19 báta, bæði stóra og smáa.

Gísli var aflakóngur Vestmannaeyja 1916-1917 og 1919.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Gísla:

Hlýtur gagn af græði frjáls
Gísli Magnúss niður,
frægur bragni eyju-Áls
ýtir lagnar skriður.

Myndir



Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.