Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003/ Heimaklettur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. febrúar 2017 kl. 10:32 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. febrúar 2017 kl. 10:32 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) (Ný síða: Heimaklettur Þ að fyrsta, sem mér dettur í hug þegar ég rifja upp í huganum myndir af Heimakletti æsk-unnar, er vertíðarfólk um páska í fjallgöngu. Gjarnan voru þetta...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Heimaklettur

Þ að fyrsta, sem mér dettur í hug þegar ég rifja upp í huganum myndir af Heimakletti æsk-unnar, er vertíðarfólk um páska í fjallgöngu. Gjarnan voru þetta karlmenn léttklæddir í hvítum skyrt-um. Heimaklettur blasir við úr glugg-unum í Hergilsey, æskuheimili mínu við Kirkjuveginn. Þar lá maður gjarn-an og fylgdist með þessum hetjum sem gengu sporléttir á Háukolla. Gústi Matt. var einn eigenda Fiskiðjunnar á sínum tíma. Gústi var fljóthuga og skemmtilegur karl. Hann hafði það fyrir sið að ganga á Heimaklett með starfsfólki sínu á páskadag. Eitt sinn var nokkuð hált á Klettinum, Gústa skrikaði fótur og byrjaði að renna niður. Hann kallaðí til starfsfólksins: „Eg skal borga ykkur laun alla páskana ef ég kemst lífs af." Gústi stöðvaðist fljótlega og bætti þá við að bragði: „Það má nii grínast." Á þessum árum vorum við peyjarnir ekki nógu djarfir til að leggja á Klettinn, í mesta lagi á Neðri-kleifar. Eg var orðinn um tvítugt þegar ég lagði í fyrsta skipti í ferð á toppinn. Við peyjarnir gengum mikið undir Löngu sem er sandfjaran milli Kleifnabergs og Hörgaeyrargarðs. Sæta þurfti sjávarföllum til að komast nokkurn veg-inn þurrum fótum fyrir Löngunef. Örn Einarsson frá Brekku telur sig hafa heimildir fyrir því að í berginu á Neðrikleifum hafi áður fyrr verið þurrkaður fiskur á svipaðan hátt og í Fiskhellum. Ef grannt er skoðað má sjá suðvestan í berginu, leifar af hleðslum, sem gætu staðfest þessa kenningu. Á leiðinni undir Löngu má enn sjá festingar göngubrúar, sem trúlega hefir verið lögð meðan framkvæmdir stóðu yfir við gerð Hörgaeyrar-garðsins. Bygging hans hófst árið 1915 og stóð yfir í 13 ár. Hugmyndir hafa komið fram um að endur-gera brúna að einhverju leyti. Meðan a byggingu garðsins stóð, var það siður að færa þeim mönnum, sem ekki gátu skropp-ið frá, hádegismatinn út á garð. Það voru gjarnan stálpaðir krakkar eða húsmæður sem það gerðu. Ein saga er til af því þegar ein húsmóðirin var að færa manni sínum hádegismatinn. Stormur var og illstætt á brúnni. Engum togum skipti að blessuð konan fauk af brúnni og í sjóinn og þar með maturinn líka. Bóndi hennar, sem ekki verður nafn-greindur hér, sá atvikið og fylgdist með þegar konan reyndi að krafla sig á land. Það eina, sem hann lét út úr sér, var: „Hvað ætli hafi orðið um matinn minn?" Heimildir herma að Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti, sendimenn Noregskonungs, hafi tekið land á Hörgaeyri og reist þar kirkju. Væntanlega hefur landslag verið með öðrum hætti þar um slóðir árið 1000. Jafnvel er talið að fjaran hafi legið frá Hörgaeyri til suðurs og jafnvel hafi verið lón þar fyrir innan. Síðar hafi lónið opnast til austurs. Hvort sem það er rétt eður ei, verður að telja kirkjustað ólíklegan undir Löngu, hafi staðhættir

verið eins og í dag. Örnefnið Skrúðhellir eða Skrúðabyrgi undir klettinum styður hins vegar kenningu um kirkju þar. Undir Löngu uppi við klettinn er Karató, gamalt vatnsból. Þaðan lá vatnsleiðsla út á litlu stein-bryggjuna. I vatnsból þetta sóttu sjómenn vatn á báta sína á fyrstu áratugum aldarinnar. Það kom fyrir þegar miklir þurrkar voru hér í Eyjum á þess-um tíma að vatnsskortur herjaði á heimilin. Trausti tengdafaðir minn hefir sagt mér frá því að amma hans, Ingibjörg í Höfðahiisi, hafi stundum farið með þvottinn sinn til skolunar í vatni úr Karató. Jóhann eiginmaður hennar átti þá vélbátinn Hugin. Nokkrar húsmæður við Lautina söfnuðu saman þvottinum sínum og síðan var siglt að vatns-bryggjunni, þvotturinn skolaður og að verki loknu snúið heim á leið og hengt til þerris. Eins og flestir eflaust vita hefst uppganga á Heimaklett við gamla björgunarbátaskýlið sem reist var 1930. Staðsetning björgunarbáts á þessum stað hefur trúlega verið vegna alvarlegs sjóslyss sem varð inn af Eiðinu 16. desember 1924 er 8 menn fórust á leið í Gullfoss sem þar lá. Björgunarbátur þessi er nú geymdur utandyra við Safnahúsið. Skýlið brotnaði illa í jarðskjálftunum árið 2000. Isleifur Vignisson lundaveiðimaður sagði mér frá því að bjargið, sem grandaði skýlinu, hefði komið úr Hettu. Hann þekkti steininn, sagðist oft hafa tyllt sér á þennan stein sem skagaði fram við veiðistað þar uppi. Auðvelt er að sannreyna þessa kenningu Isleifs þar sem glöggt má sjá hvaðan steinninn kom. Þegar gengið er á neðsta hluta Klettsins eru klappir þar sem komið hefir verið fyrir tréþrepum og bandi til stuðnings. I bleytu og hálku getur verið nokkuð hált á þessum stað og segja má að þetta sé nánast eini staðurinn á allri uppgönguleiðinni þar sem einhver hætta er á að skrika fótur. Alla vega er það eini staðurinn þar sem undirritaður hefir fengið byltu. Snjóskafl bjargaði í það skiptið. Til að gera gönguferð á Heimaklett auðveldari fyrir almenn-ing, er nauðsynlegt að bæta uppgönguna á þessum stað. Einfalt mál er að gera góðan stiga. Uppi eru ráðagerðir um það með vorinu. Við stigann neðan við fjárréttina eru stórmerkar minjar. Hér er auðvitað átt við „papakrossinn". Inni undir stiganum, ofarlega, er þessi kross sem talið er að sé frá veru papa í Eyjum fyrir landnám. Þess má geta að eftirmynd af krossinum prýðir kirkju hvíta-sunnumanna í miðbænum. Einnig er sams konar mynd á einu hurðaspjaldi Landakirkju. Hamrabeltið, sem rís upp frá Efrikleifum, nefnist Hetta. Þar var byrjað að sprengja grjót í Hörgaeyrargarðinn. Reistir voru stillansar utan í bergið, handborað fyrir hvellhettum, stillansarnir rifnir frá og síðan sprengt. Verkinu stjórnaði

agði í blaðaviðtali: „Efþað er eitthvað sem ég hefði

Addi í Ltmdan Eyjastelpan Lilly Jóhannesdóttir, sem búsett er í Astraliu s viljað taka með að heiman, þá er það Heimaklettur. Ljósm.:

Guðmundur, faðir Ingólfs úrara. Hann hlaut viðurnefnið „Gvendur Hettusprengir" og var aldrei kallaður annað í Eyjum. Einnig hef ég heimildir fyrir því að Friðrik í Batavíu hafi unnið við þetta verk ásamt Gvendi. Gerðar voru kröfur um að einungis væri notað blágrýti við framkvæmdirnar. Það var erfiðleikum háð og eini möguleikinn var að sækja grjótið í Hettu. Horfið var frá sprengingum í Hettu vegna óheyrilegs kostnaðar og fyrirhafnar. Loks fékkst leyfi til að nota móberg við hafnargerðina, enginn hörgull var á því undir Löngu. Til gamans má geta þess að Monberg, danski verktakinn, sem stjórnaði hafnargerðinni, varð síðar ráðherra í dönsku ríkisstjórninni. I ævisögu Einars Benedikssonar stórskálds kemur fram að Einar hafði mikinn áhuga fyrir hafn-argerð í Eyjum. Arið 1925 skrifar hann grein sem hann nefnir „Sælueyjar" í Tímann, þar sem hann lýsir hugmyndum sínum um hafnargerð í Eyjum. . . . „flaug mér í hug að hlaða mætti haf-garð úr Heimakletti í mynni Eyjavíkurinnar", „og byggja heimshöfn fyrir fengsælustu fiskistöð jarðarinnar." Einar telur sig hafa ýmsar heimildir fyrir landnámi Grikkja og Rómverja í Eyjum í fornöld. Hann klykkir síðan út með því að þeir hafi nefnt Eyjarnar „Sælueyjar". Þann 10. janúar 1961 strandaði belgíski togarinn Marie Jose Rosette á Hörgaeyrargarðinum í slæmu veðri á Ieið út úr höfninni. Skipstjórnarmenn misstu stjórn á skipinu vegna bilunar í stýri að því talið er. Togarinn brotnaði í spón á garðinum og stór-skemmdi hann. Vestmannaeyjahöfn höfðaði mál á hendur útgerðinni til greiðslu skaðabóta vegna stórviðgerðar á hafnargarðinum. Höfnin tapaði málinu bæði í héraðsdómi og hæstarétti. Rétturinn taldi ábyrgð eigenda takmarkast við verðmæti skipsins. Þar sem litlu var hægt að bjarga úr togar-anum, var skaði hafnarinnar nær algjör. Athyglisverð niðurstaða í ljósi alls kyns mengun-arslysa sem nú eru í deiglu um allan heim. Efst í berginu austan til upp af Löngu í svoköll-uðu Þuríðarnefi, er ílangur hellir eða tó. Bragi Steingrímsson hefur sagt mér að þar hafi verið mikið af dúfu hér áður fyrr. Hann nefnir þennan stað Dúfuhelli. Eldri menn nefndu þessar ílöngu hvelfingar Blöðkutær. Þar óx mikið af melgresi. Bragi segist oft hafa farið þangað í leit að dúfu-ungum til ræktunar í dúfubúrið sitt sem var frægt á sínum tíma fyrir fjölbreytileika og góða umhirðu. Talsvert var um dúfnarækt hér þegar ég var peyi. Dúfurnar voru til vandræða vegna þess að þær sátu gjarnan í þakrennum húsanna og hirtu ekki um að þrífa eftir sig skituna. Hún barst síðan í vatns-brunna sem þá voru við hvert hús. Lögreglumenn voru því fengnir til að eyða öllum dúfum bæjarins.

Nú er Heimaklettur lýstur upp frú Löngunni upp í Hettu og Þuríðarnef. Ljtím.; Júhaitn Jónsson lisro

Þeir gengu hreint til verks og eyddu stofninum á nokkrum dögum dúfnaeigendum til mikillar skapraunar. Landakirkja er, eins og mörgum mun kunnugt, byggð að mestu úr tilhöggnu móbergi úr Heimakletti. Bygging kirkjunnar hófst árið 1774 og stóð í fjögur ár. Kirkjan var formlega vígð árið 1780. Landakirkja er án efa eitt elsta steinhús landsins. Til gamans má geta þess að Landakirkja var teiknuð af Nikolai Eigtved, helsta húsameistara Dana, er frægur var um Norðurlönd. Hann teiknaði meðal annars höllu drottningar Amalienborg, Kristjánsborgarhöll og ýmsar frægar byggingar. Eg hef heyrt þá sögu að húsið Dvergasteinn, sem stóð við Heimagötu og fór undir hraun 1973, hafi verið byggt úr afgangsgrjóti frá kirkjubyggingunni. Húsið á sér merka sögu. Það var upphaflega byggt sem fyrsti barnaskóli Eyjanna. I bókinni Saga Vestmannaeyja, skráð af Sigfúsi M. Johnsen, segir hann hins vegar Dvergastein byggðan árið 1880. Grjótið, sem notað var, hafði verið til í einhvern tíma, segir Sigfús. Sama ár var Austurbúðin byggð, verslunarhús J.P.T.Bryde. Húsið var stundum nefnt Fram eftir samnefndu kaupfélagi sem þar var eitt sinn til húsa. Byggingarefnið var einnig tilhöggið móberg úr Heimakletti. I Austurbúðinni var síðast netaverk-stæði Hraðfrystistöðvarinnar. Húsið fór undir hraun í gosinu 1973. Árið 1948 tóku sig saman jólasveinar einn og átta, níu frískir Eyjapeyjar undir forystu Bárðar Auðunssonar á Sólheimum og Eggerts Gunnars-sonar á Horninu. Þeir fóru í blysför á þrettándanum upp á Heimaklett. Þetta mun vera fyrsta blysför á þrettánda hér í Eyjum. Samkvæmt frásögn ekki ólygnari manns en Hilmis Högnasonar í Vatnsdal, eins blysbera, var hér um mikla glæfraför að ræða því slydda var á og suðaustan þræsingur. Kveikt var á mikilli rörasprengju sem látin var síga niður í bergið ofan Löngu, svona rétt til að vekja athygli bæjarbúa á uppátækinu. Jens Kristinsson á Miðhúsum og Högni Magnússon á Lágafelli teljast því vera upphafsmenn að rörasprengjum hér á landi. Þegar komið var á Lágukolla var kveikt á blys-unum, síðan gengið á Hettu og þaðan upp á Háukolla. Misjafnlega vel gekk að halda eldi í blys-unum og vegna hálku vora blysberar misstöðugir á löppunum. Eggert var með mannbrodda og því best búin til fótanna og Högni Sigurðsson í Vatnsdal hafði bundið skeifur undir skó sína til að geta fótað sig. Á leið niður hentu nokkrir þeirra blysum sínum fram af, niður í Löngu. Einhverjir bæjarbúa voru þar með vissir um að nokkrir blysmanna hefðu hrapað. Allir komust þeir þó óskaddaðir