Ólafur Jónsson (Garðhúsum)
Ólafur Jónsson, Garðshúsum, fæddist 23. desember 1872 í Akurey í Landeyjum. Ólafur fór til Vestmannaeyja fyrir aldamótin 1900. Áður en mótorbátarnir komu var Ólafur á opnu skipi með Magnúsi Þórðarsyni í |Sjólyst. Árið 1907 byrjar Ólafur formennsku á Val. Árið 1910 hætti hann hins vegar formennsku og gerðist verkstjóri hjá Gísla J. Johnsen og svo síðar hjá Shell.
Heimildir
Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.