Friðþjófur Valgeir Óskarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. janúar 2017 kl. 15:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. janúar 2017 kl. 15:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Friðþjófur Valgeir Óskarsson. '''Friðþjófur Valgeir Óskarsson''' frá Sunnuhvoli, bankastarfsmaður ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Friðþjófur Valgeir Óskarsson.

Friðþjófur Valgeir Óskarsson frá Sunnuhvoli, bankastarfsmaður fæddist þar 19. apríl 1944 og lést 30. nóvember 2010.
Foreldrar hans voru Óskar Jónsson rennismiður, vélstjóri, kennari á Sunnuhvoli, síðar í Njarðvíkum, f. 3. september 1910, d. 2. ágúst 1991, og kona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Sæbergi, húsfreyja, síðast í Njarðvíkum, f. 12. janúar 1915, d. 8. nóvember 1990.

Börn Óskars og Sigurbjargar:
1. Helga Óskarsdóttir, f. 29. október 1942 á Brekku.
2. Friðþjófur Valgeir Óskarsson bankastarfsmaður, f. 19. apríl 1944 á Sunnuhvoli, d. 30. nóvember 2010 .
3. Gróa Stella Óskarsdóttir, f. 24. janúar 1949 á Sunnuhvoli.
4. Sigþór Óskarsson, f. 14. apríl 1953 á Sunnuhvoli.

Friðþjófur var með foreldrum sínum á Sunnuhvoli til 1955, en þá fluttist fjölskyldan í Njarðvík á Suðurnesjum.
Friðþjófur lauk námi í Samvinnuskólanum að Bifröst í Borgarfirði 1964, var síðan bankamaður í Keflavík og Hafnarfirði.
Hann var um skeið í landliðinu í handbolta.
Hann bjó síðustu árin í Hátúni í Reykjavík vegna veikinda sinna.
Þau María Skagfjörð skildu.
Þau Magnea Ósk eignuðust ekki börn saman, en Friðþjófur var stjúpfaðir sex barna Magneu.

Friðþjófur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1978, skildu), var María Björk Skagfjörð húsfreyja, kaupmaður, f. 4. febrúar 1944, d. 28. mars 2011.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari kona Friðþjófs var Magnea Ósk Óskarsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1949, d. 13. mars 2012.
Þau voru barnlaus, en Magnea Ósk átti 6 börn frá fyrra hjónabandi sínu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.