Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1984/ Sjómannafélagið Jötunn 50 ára

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. desember 2016 kl. 14:55 eftir Halla1 (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2016 kl. 14:55 eftir Halla1 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannafélagið Jötunn 50 ára


Sjómannafélagið Jötunn var formlega stofnað þann 24. oktober 1934. Stjórn hins nýja sjómannafélags var skipuð þessum mönnum: Guðmundur Helgason formaður, Kristinn Ástgeirsson ritari, Elías Sigfússon gjaldkeri og meðstjórnendur Sighvatur Bjarnason og Jónas Bjarnason.
I varastjórn voru kosnir: Guðmundur Tómasson, Valdimar Astgeirsson og Gísli Gíslason.
Mikill fjöldi sjómanna gekk í félagið á öðrum fundi þess. Ein af fyrstu samþykktum félagsins var að sækja um upptöku í Alþýðusamband Íslands, og var það samþykkt í einu hljóði. Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns árið 1944 var haldinn 17. janúar og kosin þar ný stjórn. Skipuðu hana þessir menn: Sigurður Stefánsson formaður. Bjarni Jónsson ritari, Sigurjón Auðunsson gjaldkeri, Þórður Sveinsson og Hermann Jónsson. Hin nýja stjórn hafði í mörg horn að líta, en við skulum gefa nýkjörnum formanni orðið og láta hann segja frá fyrstu kaupdeilunni sem nýja stjórnin leiddi: ..Jötunn átti enga taxta fyrir sjómenn á ístlutningaskipum, en því hafði oft veriö hreyft innan félagsins að við svo búið mætti ekki sitja. þar sem slík útgerð fór hér í vöxt á síðustu tímum og þar af leiðandi áttu æ fleiri sjómenn afkomu sína undir ósamnings-tryggðu samkomulagi við atvinnurekendur. A félagsfundi síðast í janúar var svo sam-þykkt að stilla upp taxta þeim sem auglýstur var um síðustu áramót af mörgum félögum sjómanna víðs vegar á landinu. Þó skyldi taxtinn lítið eitt breyttur að því er snertir mannafjölda á skipunum. þannig að Jötunn taldi nægjanlegt að hafa þrjá háseta a skipum undir 150 smál. í stað þess að hinn auglýsti taxti gerði ráð fyrir fjórum hásetum. Allir útgerðarmenn. sem í hlut áttu, mótmæltu taxtanum. Jötunn var engu síðurstaðráðinn í að knýja hann fram og gætti þess jafnan að fara að lögum í öllum sínum aðgerðum í málinu. Var nú látin fram fara allsherjar-atkvæðagreiðsla um heimild til vinnu-stöðvunar og var sú atkvæðagreiðsla nær einróma jákvæð. Að tilskildum fresti liðnum auglýsti Jötunn svo vinnustöðvun við öll fjögur skipin sem um var að ræða og kom hún til framkvæmda hinn 16. febrúar. Þegar að morgni þess dags barst Jötni brcf frá Helga Benediktssyni, eiganda tveggja skipanna, sem um var aö ræða, þar sem hann tilkynnti að búið væri að skrá á v/s Helga samkvæmt taxtanum og frá sama degi teldi hann v/s Skaftfelling heyra undir sama taxta. Eigandi v/s Álseyjar, Gísli Magnússon. samdi og áður um að afgreiðsla skyldi hefjast á skipum hans. Eigendur v/s Sæfells létu skip sitt aftur á móti bíða í verkbanninu nokkra daga óafgreitt, en af-skráðu háseta og kyndara. En hinn 21. febrúar gengu þeir svo að taxtanum eins og aðrir útgerðarmenn höfðu þá gert. Þar með hafði Jötunn unnið algeran sigur í deilunni." Þannig sagðist Sigurði frá þessari fyrstu kaupdeilu sem hin nýja stjórn Jötuns leiddi svo farsællega til lykta á fyrsta mánuði starfs-tímabils síns. Taxti sá, sem deilan stóð um, hljóðaði svo: Lámarkskaup á mánuði skal vera: Hásetar kr. 426,25. Kyndarar kr. 480,50. Matsveinar kr. 465.00. l.vélstjóri kr. 810.00. 2.vélstjóri kr. 607,50. Auk kaups hafa allir skipverjar frítt fæði. Auk hins fasta kaupgjalds fá skip-verjar dýrtíðaruppbót samkvæmt vísitölu-reikningi kauplagsnefndar og breytist upp-bótin mánaðarlega eftir þeirri dýrtíðarvísi-tölu sem birt er í næsta mánuði á undan. Það er sem sagt árið 1944 sem Sigurður Stefánsson er kosinn formaður Jötuns í fyrsta sinn. Það er ábyggilega á engan hallað þó að sagt sé að störf hans fyrir sjómannastéttina hafi verið slík að fáir hafi lagt þar jafnmikið af mörkum. En Sigurður vann Jötni allt til dánardægurs. I þessa sömu stjórn er einnig kosinn Hermann Jónsson og varð hann síðar varaformaður Jötuns. Hermann vann Jötni þar til hann breytti um starfsvettvang og gerðist félagi í Verkalýðsfélagi Vestmanna-eyja. Flestir, sem fylgjast með félagsmálum sjó-manna, muna eftir þeirri deilu sem Jötunn átti við Utvegsbændafélag Vestmannaeyja vorið 1978. Slíkar deilur eru ekkert nýtt, - og t.d. var ein slík árið 1946. í sambandi við þá deilu dreifðu sjómannafélögin í Eyjum eftir samþykkt: HELGIDAGASAMÞYKKT SJÓMANNAFÉLAGANNA Samkvæmt samþykktum undirritaðra sjó-mannafélaga eru afnumdir allir sunnudags-





Fúninn í dag, gefinn af eiginkonu Sigurðar Stefánssonar.

FYRSTA STJÓRN SJÓMANNA-FÉLAGSÍNS JÖTUNS

róðrar. svo og öll vinna cr viðkemur sjó-mönnum þá daga. Undanteknir eru þó þeir bátar sem fiska í þorskanet þann tíma sem þeir eiga net í sjó. Tog- og dragnótabátar mega ekki láta úr höfn til fiskjar frá kl. 6 f.h. til kl. 6 e.h. á sunnudögum. Sjómannafélagið Jötunn. Velstjórafélag Vestmannaeyja. Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi.

Arið 1947 er sjómannaverkfall. Haustið 1946 sögðu Jötunn og Vélstjóra-félagið upp samningum við Útvegsbændafé-lagið. Aður en samningsuppsögnin var sam-þykkt ræddi nefnd Útvegsbændafélagsins um lagfæringar á samningum án þess að þeim yrði sagt upp. Sjómenn töldu að þær lagfær-ingar yrðu að vera gerðar fyrir 30. október því að þá var uppsagnarfrestur samningsins útrunninn. Skömmu fyrir mánaðamót oktober-nóv-ember tjáði nefnd Útvegsbændafélagsins sjó-mönnum að hún teldi sér ekki fært að ganga til breytinga á samningum fyrir 30. október

þar sem ekki væri ákveðið með fiskverð á komandi vertíð, en lofaði hins vegar að út-borgunarverð saltfisks skyldi breytt til sam-ræmis því fiskverði sem endanlega yrði ákveðið. Sjómenn töldu þessa lausn ekki fullnægjandi, enda kom í Ijós að samning-arnir þurftu gagngerðrar endurskoðunar við þar sem margar greinar höfðu staðið óbreyttar síðan fyrir stríð og því af ýmsum ástæðum algerlega úreltar. Aðalbreytingar sem sjómenn fóru fram á voru: Að útgerðarmaður tryggði hásetum, vél-stjórum, netamanni og matsveini mánaðar-legar greiðslur upp í aflahlut hans. Þessar upphæðir nemi til háseta kr. 750,00, 1. vél-stjóra kr. 1.125,00, 2.vélstjóra kr. 875,00, netamanns kr. 935,00 og matsveins kr. 840,00. Á þessar upphæðir greiðist verð-lagsuppbót samkv. verðvísitölu kauplags¬nefndar. Tryggingartíminn sé minnst þrír mánuðir. Að á tog- og dragnótabátum rai skipshöfn 35% af brúttóafla sem skiptist eftir fjölda skipshafnar hversu fáir sem skipverjar eru, en aldrei skal skipta í fleiri staði en 9 og að matsveinn fái 1/6 aukahlut. Að útgerðarmanni sé skylt að annast verk-un og sölu á afla hlutamanna. Að vinna við standsetningu báta sé samn-ingsbundin, og að hásetar, matsveinar, neta-menn og vélstjórar séu fullgildir meðlimir þeirra félaga sem að samningum standa eða öðrum félögum ASÍ. Viðræður milli nefnda sjómanna og út-vegsmanna hófust ekki fyrr en fiskverð hafði verið ákveðið fyrir komandi vertíð og af-hentu þá sjómenn útvegsmönnum sínar kröfur og breytingar. Eftir að von útvegs-manna um sameiginlega samninga á milli

LÍÚ og ASÍ höfðu farið út um þúfur afhentu þeir nefnd sjómanna sínar gagnkröfur um breytingar á samningum og lágu þær nú fyrir hjá félögunum til athugunar og mátti fullvíst telja að um þær næðist ekki samkomulag þar sem allmikið bar á milli, en mjög æskilegt væri fyrir báða aðila að friðsamleg lausn fengist sem fyrst á þessum málum og út-gerðarmenn sæju sér fært að samningsbinda sjómönnum sæmilega kauptryggingu, ekki síst vegna þess að allmikið var um það að einstakir útgerðarmenn væru farnir, vegna sjómannseklu, að bjóða hærri kauptryggingu en sjómenn sáu sér fært að fara fram á. (Samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd sjómanna.) Samningar tókust svo 5. febrúar 1947. Fleira er þó starfað en að beinum kjara-samningum. Þannig á Jötunn allmikið inn-Iegg í málefni ísfisksamlagsins. Þann 30. nóvember 1945 héldu Jötunn og Vélstjóra-félagið almennan sjómannafund um málefni sjávarútvegsins. A dagskrá fundarins voru þessi mál: 1. Fiskútflutningarnir á komandi vertíð. 2. Skipulag ísfisksamlagsins. 3. Nýsköpun atvinnuveganna. Fundarstjóri var tilnefndur Hermann Jónsson varaform. Stofnun fulltrúaráðsins. Fyrsta fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Eyjum tók til starfa 11. janúar 1945 og var Jötunn að sjálfsögðu eitt af aðildarfélögum þess. Eitt af fyrstu málum hins nýja fulltrúa-ráðs var að styðja við bakið á Verslunar-mannafélagi Vestmannaeyja til að fá viður-kenningu á samningsrétti þess félags. Full-trúaráðið gaf í tilefni af þessari deilu út blaðið Samtökin 20. júní. í því blaði er meðal annars samþykkt frá fundi í trúnaðarráði Jötuns 17. júní, svo hljóðandi: Trúðnaðarráð Sjómannafélagsins Jötuns lýsir yfir fyllsta stuðningi félagsins við Versl-unarmannafélag Vestmannaeyja í deilu þess við kaupsýslumenn um samningsrétt félags-ins um kaup og kjör. Félagsstarf Jötuns. En lítum nú aðeins á innra starf félagsins. Árið 1945 eru fullgildir félagar í Jötni 220 talsins og sama félagatala er árið 1950. Árið 1945 er haldið afmæli og bókfært tap á þeirri samkomu upp á 875 kr. í styrktarsjóði um áramótin 1945-1946 eru kr. 8.344,14 en á árinu höfðu verið greiddar úr sjóðnum 1000 kr. Á gjaldahlið reikninga félagsins fyrir árið 1950 má sjá framlag til Faxaskersskýlis kr. 500,00, til barnaheimilisins Helgafells 1949 og 1950 kr. 1200,00 og útgjöld vegna togara-deilunnar 980,05 kr. Eignir um áramótin 1950 og 1951 eru ípeningum kr. 14.511,75 og togaraskuldabréf upp á 12.000 kr. Styrkt-arsjóður félagsins á um sömu áramót togara-skuldabréf upp á 10.000 kr. og peningaeigná þeim tíma er kr. 11.220,11. Sjómannadags-

Núverandi stjórn Jötuns. Talið frá vinstri: Ágúst Helgason, gjaldkeri; Sigurdur Sveinsson, ritari; Indriði Rósenbergson, meðstj.; Þorsteinn Guðmundsson, varaform.; Elías Björnsson, formaður; Ægir Sigurðsson, meðstj. Á myndina vantar Hjalta Hávarðsson, varagjaldkera.

ráð hefur ánafnað styrktarsjóðnum kr. 2000,00 á árinu og kr. 990,00 hafa borist sem áheit frá skipshöfn Reynis. Eitt er það atriði sem athygli vekur þegar blaðað er í gömlum bókum Jötuns og það er hlutur aðkomumanna á bátaflotanum. Árið 1940 eru 111 aðkomumenn á skrá hjá Jötni. Sumir þessara manna hafa komið ár eftir ár, og t.d. er einn á skrá samfellt frá 1936 til 1947. Árið 1953 eru 99 aðkomumenn skráð-ir. Árið 1957 eru 97 aðkomumenn á skrá, auk Færeyinga. Árið 1957 greiða skráðir aðkomumenn kr. 11.175,00 í félagið, þetta frá 50 kr og upp í 150 kr., hvað sem hefur ráðið þeim mismuni. Síðan eru færðar kr. 13.125,00 sem gjöld Færeyinga samtals. Ef tekin eru sömu hlutföll í greiðslum og hjá íslenskum aðkomumönnum og Færeyingum þá hafa rúmlega 100 færeyskir sjómenn verið á Eyjaflotanum þetta ár. f þessum skrám má sjá nöfn margra sem nú eru búsettir í Eyjum, og einn þeirra er Elías Björnsson núverandi formaður Jötuns. Heldur dregur svo úr fjölda aðkomumanna og árið 1966 eru 103 að-komumenn á skrá hjá félaginu, þar af 35

Færeyingar. Það er því ljóst að á þeim árum, sem hér hafa verið tilfærð, hefur verulegur hluti undirmanna á bátaflotanum verið að-komumenn, margir þeirra hafa svo sest að í Eyjum fyrir fullt og allt, eins og áður segir, og má efalítið þakka Stýrimannaskólanum og því framtaki, sem við hann er bundið, fyrir þá ágætu þróun. Sigurður Stefánsson starfaði sem formað-ur Jötuns frá 1944 þar til hann lést 1967. Kemur þá tímabil sem félagið er í nokkuri lægð, eða þar til haldinn er aðalfundur 17. nóvember 1968. og kosin ný stjórn. í henni áttu sæti eftirtaldir menn: Formaður Jónatan Aðalsteinsson, varaformaður Magnús Sig-urðsson. ritari Bergvin Oddson, gjaldkeri Högni Magnússon og varagjaldkeri Símon Bárðarson. Varastjórn: Jóhann Ólafsson, Pálmi Lórens og Gústaf Sigurlásson. Jónatan Aðalsteinsson var formaður Jöt-uns til ársins 1975. Á aðalfundi 2. febrúar 1975 gaf Jónatan ekki kost á sér til endur-kjörs. Var þá kosin ný stjórn og skipuðu hana eftirtaldir menn: Formaður Elías Björnsson, varaformaður Snorri Ólafsson, ritari Sigur-geir Jónsson, gjaldkeri Högni Magnússon og varagjaldkeri Jóhann Ólafsson. Varastjóm: Hreiðar Hermannsson og Ingvi Sigurgeirs-son. Núverandi stjórn skipa: Formaður Elías Björnsson, varaformaður Þorsteinn Guð-mundsson, ritari Sigurður Sveinsson, gjald-keri Ágúst Helgason, varagjaldkeri Hjalti Hávarðsson. Varastjórn skipa: Ægir Sigurðs-son, Ástþór Jónsson og Indriði Rósenbergs-son.