Eyjólfur Þorleifsson (bátasmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. desember 2016 kl. 20:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. desember 2016 kl. 20:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Eyjólfur Þorleifsson (Bátasmiður) á Eyjólfur Þorleifsson (bátasmiður))
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Elías Þorleifsson bátasmiður fæddist 24. janúar 1893 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal og lést 3. apríl 1983.
Foreldrar hans voru Þorleifur Jónsson bóndi á Ytri-Sólheimum, f. 11. október 1847, d. 27. september 1902, og kona hans Steinunn Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1855 á Ytri-Sólheimum, d. 29. maí 1955 í Eyjum.

Börn Þorleifs og Steinunnar í Eyjum:
1. Guðjón Þorleifsson bátsformaður, smiður, f. 6. maí 1881, d. 20. mars 1964.
2. Guðbjörg Elín Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1887, d. 5. mars 1952.
3. Eyjólfur Elías Þorleifsson bóndi, síðar bátasmiður í Eyjum, f. 24. janúar 1893, d. 3. apríl 1983.
4. Marta Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1897, d. 6. apríl 1984.

Eyjólfur var með foreldrum sínum á Ytri-Sólheimum 1896-1922, var bóndi þar 1922-1923.
Þau Guðrún giftu sig 1921, eignuðust Leif 1922.
Þau fluttust til Eyja 1923 og bjuggu á Höfðabrekku til 1926, en voru komin á Vestmannabraut 72 í lok ársins. Þar bjuggu þau, uns þau fluttust til Selfoss með viðkomu á Stokkseyri um 1947 og til Selfoss 1948.

Kona Eyjólfs, (9. október 1921), var Guðrún Sigurlín Erlingsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal, húsfreyja, f. 7. mars 1892, d. 14. apríl 1985.
Börn þeirra voru:
1. Leifur Eyjólfsson skólastjóri, f. 6. mars 1922.
2. Erlingur Eyjólfsson rennismíðameistari, f. 31. júlí 1924 á Höfðabrekku, d. 15. mars 2001.
3. Eyjólfur Eyjólfsson, f. 16. nóvember 1926 á Vestmannabraut 72, d. 18. júlí 1946.
4. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja á Selfossi 1, f. 11. mars 1931 á Vestmannabraut 72.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.