Gunnar Þorsteinsson bæjarfógeti

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2016 kl. 15:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2016 kl. 15:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Til aðgreiningar alnafna.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Þorsteinsson var bæjarfógeti Vestmannaeyja 1949 til 1950. Gunnar fæddist þann 28. september 1903 og lést 18. nóvember 1978. Foreldrar hans eru Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri og Guðrún Brynjólfsdóttir.

Gunnar varð stúdent í Reykjavík 1925. Tók síðan cand. juris frá Háskóla Íslands 1929 og stundaði framhaldsnám í lögfræði við Lundúnaháskóla þangað til síðari hluta árs 1929. Var ráðinn framkvæmdastjóri við Fiskveiðihlutafélagið Ísland og stundaði lögfræðistörf í Reykjavík þar til hann var skipaður bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.

Fyrsta kona hans var Jóna Marta Guðmundsdóttir og áttu þau tvö börn. Önnur kona hans var Guðrún Ágústa Þórðardóttir en þau skildu og voru barnlaus. Þriðja kona hans var Þóra Emilía María Júlíusdóttir Hafsteen. Þau skildu, barnlaus.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.