Blik 1950/Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum, tuttugu ára, I. hluti
Á næsta ári eru liðin 30 ár síðan stofnað var hér til unglingaskóla, sem starfaði samfleytt, þar til Gagnfræðaskólinn var stofnaður.
Litlar og fáorðar heimildir eru fyrir hendi um unglingafræðslu hér fyrir árið 1921.
Sigfús M. Johnsen fyrrverandi bæjarfógeti getur þess í Sögu Vestmannaeyja, að hann og Björn H. Jónsson, núverandi barnaskólastjóri á Ísafirði, hafi haldið hér uppi unglingakennslu veturinn 1917—1918 í húsinu Borg. Áður höfðu ýmsir stofnað hér til unglingakennslu eða stuttra námskeiða að haustinu, og þá helzt til þess að undirbúa pilta fyrir hið minna skipstjórapróf.
Árið 1918 varð Páll Bjarnason, — f. að Götu á Stokkseyri 26. júní 1884, d. 5. des. 1938, — skólastjóri barnaskólans hér í Eyjum. Hann hafði lifandi hug á menningarmálum bæjarfélagsins og fannst skórinn þá kreppa hér æði víða að í þeim efnum.
Haustið 1921 fékk Páll skólastjóri að barnaskólanum hér tvo unga kennara, þá Hallgrím Jónasson, sem nú er kennari við Kennaraskólann, og Halldór Guðjónsson núverandí skólastjóra barnaskólans hér.
Með þessum ungu starfskröftum afréð Páll að stofna til unglingakennslu í barnaskólahúsinu. Engar skráðar heimildir hafa fundizt um starf og rekstur þessa unglingaskóla fyrstu tvö árin.
Sumarið 1923 er samin reglugjörð fyrir unglingaskóla þennan. Hún er staðfest af kennslumálaráðuneytinu um haustið.
Frá þeim tíma er haldin skrá um starf og rekstur skólans og á henni byggt það, sem hér er skráð um Unglingaskóla Vestmannaeyja.
Reglugjörð Unglingaskólans er birt á öðrum stað hér í ritinu.
Samkv. lögum um gagnfræðaskóla í kaupstöðum, nr. 48 19. maí 1930, var Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum stofnaður það ár. Hann á því 20 starfsár að baki á þessu ári.
Svo var kveðið á í gagnfræðaskólalögunum, 4. gr., að árlegur starfstími gagnfræðaskólanna skyldi vera minnst sex mán. og mest sjö og hálfur mánuður. Í 16. gr. þessara laga var þó Vestmannaeyjakaupstað veitt undanþága í þessum efnum. Þessi grein hljóðaði þannig:
„Í reglugjörð fyrir gagnfræðaskóla í Vestmannaeyjum má ákveða, að námstíminn sé skemmri en 6 mán. árlega, en þó skulu próf þaðan vera hin sömu og við aðra gagnfræðaskóla, enda sé samanlagður kennslutími til prófs þar jafn langur og í öðrum hliðstæðum skólum.“
Þannig leit löggjafinn á, að Vestmannaeyjar hefðu alveg sérstöðu um rekstur skóla vegna vertíðarinnar, aðal bjargræðis- og annatíma ársins. Það var ekki að ófyrirsynju, að þessi ákvæði voru sett í gagnfræðaskólalögin. Hér var byggt á reynslu og svo á trú áhrifamanna. Enda reyndist um margra ára skeið ekki unnt að halda hér unglingahóp á skólabekk að vetrinum án þess að töluverður hluti hans hyrfi úr skóla til vertíðaranna eftir áramót. Þó samþykkti skólanefndin á sínum tíma, eða við stofnun Gagnfræðaskólans, að bekkjardeildir hans skyldu starfa 7 mán. ár hvert, svo að nemendur þeir, sem óskuðu þess að ljúka gagnfræðaprófi hér, ættu þess kost að gera það eftir þriggja ára gagnfræðanám eins og í öðrum gagnfræðaskólum í landinu. Þessi samþykkt olli að vísu miklum erfiðleikum í skólastarfinu um margra ára skeið, þó að hún væri sjálfsögð og gerð samkv. ósk skólastjóra. Skólinn varð að sigrast á þeim erfiðleikum, þó að þeir kostuðu margra ára baráttu.
Árið 1937-1941 hafði mikið áunnizt í þessum efnum, eins og nemendaskráin ber með sér.
Á fyrstu styrjaldarárunum fór kaupgjald ört hækkandi og margfaldaðist á skömmum tíma. Hraðfrystihús og aðrar vinnustöðvar drógu unglingana til sín. Of dýrt þótti hér að eiga unglingana á skólabekk á slíkum gullauðgitímum. Nemendum skólans fækkaði þá um helming á tveim árum, 1941—1943. Veturinn 1941-1942 sagði t.d. þriðjungur nemenda 1. bekkjar sig úr skóla á miðjum vetri og hvarf til vinnu á vertíð, flestir þeirra í hraðfrystihús.
Oft hefur verið um það rætt að breyta starfstíma skólans og hefja starfið fyrst á haustin, t.d. 1. sept., og slíta skóla í marzlok. En aldrei hefur verið horfið að því ráði. Ekki hefur þótt gerlegt að ná unglingunum saman til skólanáms svo snemma hausts eða seinni hluta sumars.
Í starfinu hefur því fyrst og fremst orðið að treysta á og trúa á aukinn skilning almennings hér á gildi náms og skólastarfs, og byggja vonir á vaknandi og vaxandi námshvöt æskulýðsins, vilja hans og skapfestu í starfi að settu marki.
Þeim, sem þetta hafa vonað og þessu hafa trúað, hefur nú orðið að trú sinni. Nemendaskrár skólans síðustu ára sanna það.
Vaxandi velmegun bæjarbúa hefur óneitanlega létt þetta starf og flýtt fyrir sókn fram að markinu, þó að seint hafi miðað á stundum af ýmsum ástæðum, sem síðar munu lýðum ljósar verða.
Skrá um nemendafjölda Unglingaskóla Vestmannaeyja.
Skóla ár |
Nemenda fjöldi í upphafi skólaárs |
Nemenda fjöldi alls |
Luku prófi |
Skólaslit | ||
---|---|---|---|---|---|---|
1. b. | 2. b. | 1.b. | 2. b. | |||
1923-1924 | 19 | 19¹ | 18 | 8. jan. | ||
1924-1925 | 17 | 13 | 30² | 12 | 8 | 10. jan. |
1925-1926 | 16 | 16 | 12 | 13. jan. | ||
1926-1927 | 19 | 19³ | 12⁴ | 28. febr. | ||
1927-1928 | 22 | 22 | 17⁵ | 28. febr. | ||
1928-1929 | 23 | 8 | 31 | 16 | 8 | 27. marz |
1929-1930 | 31 | 10 | 41 | 26 | 8 | 30. marz |
1930-1931 | 19 | 19 | 13 | 28. febr. |
1 Þar af 5 nem. skólaskyldir.
2 4 nem. sk. sk.
3 6 nem. sk. sk.
4 Auk þess 6 nem. að litlu leyti.
5 Auk þess 4 nem. að litlu leyti.
Skrá um nemendafjölda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum
Skóla ár |
Nemenda fjöldi í upphafi skólaárs |
Nemendur alls |
Luku prófi |
Skólaslit | |||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. b. | 2. b. | 3.b. | 4. b. | 1.b. | 2. b. | 3.b. | |||
1930-1931 | 28 | 28 | 18 | 21. apríl | |||||
1931-1932 | 33 | 12 | 45 | 25 | 6 | 30. apríl | |||
1932-1933 | 20 | 20 | 40 | 15 | 11 | 29. apríl | |||
1933-1934¹ | 31 | 6 | 37 | 24 | 30. apríl | ||||
1934-1935 | 26 | 12 | 38 | 16 | 9 | 30. apríl | |||
1935-1936 | 18 | 9 | 5 | 32 | 17 | 7 | 30. apríl | ||
1936-1937 | 31 | 12 | 8 | 51 | 27 | 11 | 8 | 30. apríl | |
1937-1938 | 31 | 22 | 10 | 63 | 28 | 17 | 10 | 1. maí | |
1938-1939 | 32 | 24 | 13 | 69 | 28 | 17 | 7 | 1. maí | |
1939-1940 | 25 | 25 | 21 | 71 | 23 | 18 | 12 | 2. maí | |
1940-1941 | 40 | 23 | 13 | 13 | 89 | 32 | 17 | 11 | 30. apríl |
1941-1942 | 24 | 21 | 13 | 7 | 65 | 16 | 17 | 5 | 30. apríl |
1942-1943 | 20 | 11 | 13 | 44 | 19 | 8 | 11 | 30. apríl | |
1943-1944 | 39 | 20 | 7 | 66 | 37 | 16 | 7 | 30. apríl | |
1944-1945 | 32 | 32 | 16 | 80 | 28 | 31 | 14 | 30. apríl | |
1945-1946 | 42 | 24 | 26 | 92 | 38 | 24 | 24 | 29. apríl | |
1946-1947 | 36 | 28 | 24 | 88 | 32 | 23 | 25² | 23. maí | |
1947-1948 | 25 | 28 | 14 | 67 | 22 | 28 | 14 | 14. maí | |
1948-1949 | 35 | 19 | 28 | 82 | 32 | 19 | 27 | 15. maí | |
1949-1950 | 31 | 29 | 18 | 78 |
¹ 2. bekkur hætti störfum í janúarlok.
² Einn nemandi utan skóla.
Skrá um kennara, kennsluár og helztu kennslugreinar
- Unglingaskóli Vestmannaeyja.
Skólastjóri Páll Bjarnason, 1923-1927.
Steinn Emilsson, Ritstjóri, 1923—1924 (Ísl. saga, landafræði, náttúrufræði).
Halldór Guðjónsson, kennari, 1923-1924, 1924-1925, 1926-1927, 1930-1931 (söngur, reikn.).
Dýrfinna Gunnarsdóttir, frú, 1923-1924, 1926-1927 (danska, teikning).
Sigurður Einarsson, stud. theol., 1924—1925 (ísl., reikn, danska, enska).
Hallgrímur Jónasson, kennari, 1924-1925, 1928-1929 (íslenzka).
Bjarni Bjarnason, kennari, 1924-1925, 1925-1926 (reikn., teikning).
Þorgeir Jónsson, cand. theol., 1925—1926 (ísl., reikn., landafræði, náttúrufræði, saga, danska).
Katrín Gunnarsdóttir, kennslukona, 1925-1926, 1926-1927, 1930-1931 (hannyrðir).
Guðni Jónsson, stud. theol., 1926—1927 (ísl., enska, saga, danska, landafr., náttúrnfr., reikn.).
Anna Konráðsdóttir, kennslukona, 1927-1928, 1930-1931 (hannyrðir).
Friðrik Jesson, leikfimikennari, 1927-1928, 1929-1930 (leikfimi).
Haraldur Bjarnason, stúdent, 1928—1929 (enska, danska, heilsufræði).
Andrea Björnsdóttir, kennslukona, 1928-1929, 1929-1930 (hannyrðir).
Jón Gissurarson, stúdent, 1929—1930 (danska, enska).
Páll V.G. Kolka, læknir, 1929-1930 (heilsufræði).
Sigfús Scheving, skipstjóri, 1928-1929, 1929-1930 (kenndi piltum kaðlastöng og hnúta, þekkja á áttavita o.f1. þvíl.).
Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri, 1927—1931 (ísl., reikn., saga, landafræði).
- Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum
Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri, 1930—1950 (íslenzka, reikningur, saga, náttúrufr., landafr. Frá stofnun III. b. 1935: íslenzka, reikningur).
Haraldur Bjarnason, stud. jur., 1930—1931 (landafræði).
Bjarni Guðjónsson, tréskeri, 1930-1931, 1931-1932, 1932-1933, 1933-1934, 1934-1935, 1935-1936, 1936-1937, 1937—1938 (teikn., kenndi piltum tréskurð).
Frú Guðbjörg Kolka, 1930-1931, 1931-1932, 1932-1933 (hannyrðir).
Óskar Sigurðsson, verzlunarm., 1930-1931, 1932-1933 (bókfærsla).
Friðrik Jesson, fimleikakenn., 1930-1931, 1931-1932, 1937-1938, 1938-1939, 1939-1940, 1940-1941, 1941-1942, 1942-1943, 1943-1944 (leikfimi).
Halldór Guðjónsson, kennari, 1931-1932, 1932-1933, 1933-1934, 1934-1935 (danska, söngur).
Arnbjörn Sigurgeirsson, kennari, 1931—1932 (enska).
Ársæll Sigurðsson, kennari, 1931-1932 (íslenzka).
Páll V.G. Kolka, læknir, 1931-1932, 1932-1933 (heilsufr).
Gissur Erlingsson, stúdent, 1932-1933, 1933-1934 (enska, landafræði).
Karl Jónsson, Höfðabrekku, Vestm., 1932-1933 (leikfimi).
Frú Rannveig Bjarnasen 1933-1934, 1934-1935 (hannyrðir).
Sigurður Ólafsson, verzlunarm., 1933—1934 (bókfærsla).
Loftur Guðmundsson, kennari, 1933—1934 (leikfimi).
Kristján Friðriksson, kennari, 1933-1934, 1934-1935 (leikf.).
Karl Jónasson, læknir, 1933-1934 (heilsufræði).
Þorsteinn Einarsson, stúdent, 1934-1935, 1935-1936, 1936-1937, 1937-1938, 1938-1939, 1939-1940, 1940-1941 (enska, danska, eðlisfr., náttúrufr., landafr., leikfimi, útiíþróttir).
Sveinn Guðmundsson, forstjóri, 1934-1935, 1935-1936, 1936-1937, 1937-1938 (bókfærsla).
Frú Sigríður Þorláksdóttir, 1935-1936, 1936-1937, 1937-1938,
1938-1939, 1939-1940, 1940-1941, 1941-1942 (hannyrðir).
Sr. Sigurjón Árnason, sóknarprestur, 1936—1937 (saga).
Jón Árnason, stúdent, 1938—1939 (enska).
Axel Bjarnasen, tungumálakennari, 1938-1939, 1939-1940, 1940-1941, 1941-1942, 1942-1943(þýzka, enska, danska).
Engilbert Gíslason, málarameistari, 1938-1939, 1939-1940, 1940-1941, 1941-1942 (teikning).
Anton Bjarnasen, verzlunarm., 1938—1939 (bókfærsla).
Kristín Sigurðardóttir, kjólameistari, 1938-1939, 1939-1940,
1940-1941, 1942-1943, 1943-1944, 1948-1949 (kjólasaum III. b.).
Ólafur Björnsson, trésmíðameistari, 1938-1939, 1939-1940 (trésmíði).
Sr. Jes A. Gíslason, kennari, 1937-1938, 1938-1939, 1939-1940 (saga).
Helgi Þorláksson, kennari, 1938-1939, 1939-1940, 1940-1941, 1941-1942, 1943-1944 (söngur, þjóðfélagsfræði, landafræði, enska, danska).
Björn Guðmundsson, verzlunarm., 1939—1940, 1940—1941 (bókfærsla).
Lúðvík Lúðvíksson, skipstjóri, 1939—1940 (kenndi piltum að þekkja á áttavitann, stanga kaðla o.fl., sem að sjómennsku lýtur).
Haraldur Magnússon, kennari, 1940—1941 (enska, danska, reikningur).
Lýður Brynjólfsson, kennari, 1940-1941, 1941-1942, 1942—1943, 1943-1944, 1944-1945, 1945-1946, 1946-1947, 1947-1948, 1948-1949, 1949-1950 (smíðar, teiknun).
Erla Ísleifsdóttir, fimleikakennari, 1940—1941, 1941—1942 (leikfimi stúlkna).
Skúli Magnússon, kennari, 1940—1941 (saga).
Ólafur Björnsson, stud. phil., frá Ísafirði, 1941—1942, 1942—1943 (enska, landafr., náttúrufr).
Magnús Jónsson, kennari, 1941-1942, 1942-1943, (bókfærsla, enska, danska, íslenzka).
Vigfús Ólafsson, kennari, 1941-1942, 1946-1947 (saga).
Árni Guðmundsson, kennari, 1941—1942, 1944-1945 (danska).
Halldór Guðjónsson, stúdent, 1943-1944 (náttúrufræði, eðlisfræði, þýzka, enska).
Sigurjón Kristinsson, verzlunarm., 1943—1944, 1944—1945, 1947-1948 (bókfærsla).
Freyja Kristófersdóttir, 1943—1944 (hannyrðir).
Snæbjörn Jóhannsson, magister, 1944—1945 (íslenzka, enska, saga).
Einar Bragi Sigurðsson, stúdent, 1944-1945, 1947-1948
(danska, þýzka, eðlisfræði, náttúrufræði, landafræði).
Sigurður Finnsson, kennari, 1944-1945, 1945-1946, 1946-1947, 1947-1948, 1948-1949, 1949-1950 (heilsufræði, enska, landafræði, leikfimi).
Arnþrúður Björnsdóttir, kennari, 1942-1943, 1944-1945,
1948-1949 (hannyrðir).
Frú Salome Gísladóttir, 1944—1945, 1945—1946 (kjólasaum).
Kjartan Ólafsson, kennari, 1947—1948 (saga).
Einar Haukur Eiríksson, stúdent, 1945-1946, 1946-1947,
1948-1949, 1949-1950 (danska, íslenzka, stærðfræði).
Aðalheiðnr Kolbeins, 1945-1946, 1946-1947 (hannyrðir,
kjólasaum).
Ólafur Gränz, trésmíðameistari, 1946-1947, 1947-1948, 1948-1949 (teikning).
Ólafur Halldórsson, læknir, 1946-1947 (danska).
Óskar Jónsson, vélfræðingur, 1946—1947 (eðlisfræði, reikn.).
Sr. Halldór Kolbeins, sóknarprestur, 1946-1947, 1947-1948,
1949—1950 (enska, kristin fræði, saga).
Frú Lára Kolbeins, 1947-1948 (hannyrðir).
Frú Inga Halldórsdóttir, 1947—1948 (kjólasaum).
Gunnar Hlíðar, dýralæknir, 1948-1949, 1949-1950 (eðlisfr., stærðfr.).
Jón Eiríksson, skattstjóri, 1948—1949 (náttúrufræði, saga).
Sr. Halldór Jónsson, fyrrv. prestur, 1949—1950 (náttúrufræði, saga). (Fórst 7. jan. 1950).
Magnús Magnússon, netjagerðarmeistari (Veiðarfæragerð Vestmannaeyja), 1948-1949, 1949-1950 (kennir piltum að hnýta, bæta og fella net, kaðlastöng, hnúta o.fl.
Páll Scheving, vélamaður, 1949—1950 (kennir piltum II. og
III. b. vélfræði, fræðilega og verklega).
Oddgeir Kristjánsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja,
1947-1948, 1948-1949, 1949-1950 (nótnalestur, gítarspil).
- PRÓFDÓMENDUR
- PRÓFDÓMENDUR
- I. Unglingaskólinn.
- I. Unglingaskólinn.
Árið 1924—Friðrik Þorsteinsson og Árni Gíslason, bókarar.
— 1925—ungfrú Anna Eiríksdóttir, Vegamótum.
—1925—1927- Kristinn Ólafsson, bæjarstjóri.
—1926—Helgi- Elíasson, kennri.
—1926—1931- Sr. Sigurjón Árnason sóknarprestur.
—1928—1929- Ólafur Magnússon, stúdent.
—1928—1930- Katrín Gunnarsdóttir, kennari.
—1929—1930- Anna Konráðsdóttir, kennari.
—1930-1931- Sr. Jes A. Gíslason, kennari.
- II. Gagnfræðaskólinn.
Árið 1931—Sr. Sigurjón Árnason.
—1931—Sr. Jes A. Gíslason.
—1931—Anna Konráðsdóttir, kennari.
—1931—Katrín Gunnarsdóttir, kennari.
—1932—Kennarar skólans samkv. lögum nr. 48 1930.
—1933—1938—Sr. Sigurjón Árnason.
—1933-1934—Páll Kolka, læknir.
—1933-1934—Karl Jónasson, læknir.
—1935—1938—Ástþór Matthíasson,
—lögfræðingur.
—1935—1938—Haraldur Eiríksson, rafvirkjameistari.
—1939 og 1946- Sr. Halldór Kolbeins.
—1939-1944—Kristinn Ólafsson, fulltr.
—1939—1940—Einar Guttormsson, læknir.
—1940—1944—Sr. Sigurjón Árnason.
—1941—1945—Hinrik Jónsson, bæjarstjóri.
—1945—Eyjólfur Eyjólfsson, kaupfélagsstjóri.
—1945-1946—Ólafur Halldórsson, læknir.
—1946—Páll Þorbjarnarson, forstjóri.
—1947—1950—Sr. Halldór Kolbeins, Gunnar Hlíðar, dýralæknir og Jón Eiríksson skattstjóri.
Friðrik Jesson íþróttakennari hefur jafnan dæmt leikfimi og sund.
Árin 1924—1931 skipaði bæjarstjórn prófdómendur. Frá 1933 eru þeir skipaðir af fræðslumálastjórn.