Guðrún Jónsdóttir Austmann (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2016 kl. 15:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2016 kl. 15:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðrún Jónsdóttir Austmann (Christiansen)''' fæddist 28. mars 1855 í Götu og var á lífi 1939.<br> Foreldrar hennar voru [[Jón Jónsson Austmann (Þorlaugargerði...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir Austmann (Christiansen) fæddist 28. mars 1855 í Götu og var á lífi 1939.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson Austmann beykir, síðar bóndi í Þorlaugargerði, f. 12. apríl 1814 í Holti í Mýrdal, d. 15. mars 1888 í Þorlaugargerði, og kona hans Rósa Hjartardóttir húsfreyja, f. 1822 í Grindavík, d. 14. janúar 1902 í Reykjavík.

Guðrún var með þeim í Götu 1855, en á Oddsstöðum í lok ársins, í Brekkuhúsi 1856, í Þorlaugargerði frá 1857.
Hún var með þeim í Þorlaugargerði 1874, en fór til Kaupmannahafnar 1875. Þaðan fór hún til Vesturheims.
Guðrún var búsett í Chicago og gat sér rithöfundarorð. Hún var gift iðnaðarmanni af norskum ættum. Þau eignuðust son, sem vr herlæknir í fyrri heimsstyrjöldinni og dóttur, sem var söngkona.

Maður Guðrúnar var Christiansen iðnmeistari.
Börn þeirra hér:
1. Henry Christiansen læknir.
2. Ester Christiansen (Peggy Richards).


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.