Sigurlaug Pálsdóttir (Horninu)
Sigurlaug Pálsdóttir fædd 20,3,1892 að Nýjabæ Miðneshreppi Gullbringusýslu. dáinn 23,4,1976.í Vestmannaeyjum.
Sigurlaug,í daglegu tali kölluð Lauga og kennd við heimili sitt Vestmannabraut 1 og kallaðist Hornið.Hún var fædd að Nýjabæ Miðneshreppi og ólst þar upp ásamt systkinum sínum þeim Ásbirni,Sveini og Jónínu,um 1911-12 fer hún austur á Bakkafjörð í atvinnuleit en á þeim tíma var mikill uppgangur í sjávarútveg og fiskvinnslu á austfjörðum,þar hittust hún og Gunnar og 1913 fer hún til Vestmannaeyja og ári síðar giftast Gunnar og hún og leigðu þau um tíma,þar til þau byggðu sér hús sem hét Brúarhús en var eins og fyrr segir kallað Hornið í daglegu tali. Þau eignuðust 12 börn saman en fyrir átti Gunnar 3 börn,þau misstu 3 elstu börn sín úr farsóttum(spönsku veikinni) Eftir að hún giftist vann hún eingöngu við húsmóðurstarfið,enda stórt heimili og mikið að gera,Gunnar stundaði sjóinn á vetrum og skipasmíðar á sumrum þar til hann snéri sér alfarið að skipasmíðum og útgerð og starfaði mikið með Sighvati Bjarnasyni og rak útgerðina í samvinnu við hann og einns voru þeir meðal stofnenda Vinnslustöðvarinnar í eyjum. Sigurlaug var að sögn í meðalagi há en grönn og með mikið og dökkt hár og þótti glæsikona,annaðist hún heimili og börn með glæsibrag og gleði sem einkendi hennar fas,en 1966 datt hún illa og brotnaði á mjöðm og eftir það var hún rúmföst til dauðadags 1976. Í gosinu var hún ásamt öðrum sjúklingum flutt upp á land og dvaldi þá á Landspítalanum og Borgarsjúkrahúsinu,en var flutt heim til eyja strax er sjúkrahúsið þar tók til starfa eftir gos. Afkomendur Laugu og Gunnars voru Páll Óskar,Gunnlaugur Tryggvi,Guðmunda,Eggert,Guðni,Jón,Svava,Þorsteinn,Þórunn Gunnarsbörn.
Heimild að mestu fenginn úr Niðjatali Jóns Pálssonar og Ragheiðar Jónsdóttur eftir Guðmund Knút Egilsson.