Sjómannadgsblað Vestmannaeyja 1978/ Höfn á suðurströndinni

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. febrúar 2016 kl. 13:27 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. febrúar 2016 kl. 13:27 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>Höfn á suðurströndinni?</center></big></big><br> Undanfarin ár hefur verið mikið umtal um hafnarmannvirki á suðurströnd Íslands. Hafa einkum komið til ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Höfn á suðurströndinni?


Undanfarin ár hefur verið mikið umtal um hafnarmannvirki á suðurströnd Íslands. Hafa einkum komið til álita þrír staðir, þ.e. í Þykkvabæ, Dyrhólaós og í Vík í Mýrdal. Sérstök nefnd hefur verið starfandi í þessu máli til könnunar á væntanlegu hafnarstæði. Hafa staðhættir verið kannaðir víða, en endanlegt álit nefndarinnar liggur ekki fyrir enn þá.
Nýlega rakst ég á teikningu, sem gerð var í septembermánuði árið 1921, að hafnarmannvirkjum í Vík í Mýrdal. Hún er undirrituð af Thorvald Krabbe, þáverandi vitamálastjóra.
Hér er að sjálfsögðu ekki um lokaða höfn að ræða, nánast bryggju, þar sem skip á stærð við „Skaftfelling“ hefðu getað losað vörur og lestað og lítil fiskiskip hefðu getað lagt upp afla sinn.
Þessi fyrirhugaða bryggja er staðsett nokkru vestan við sjálfa Víkurbyggð, vestan við svonefndan Bás, og er þessi mynd birt hér til fróðleiks, ef hún prentast nógu vel.