Margrét Jónína Markúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. janúar 2016 kl. 20:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. janúar 2016 kl. 20:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Jónína Markúsdóttir húsfreyja í Utah fæddist 21. nóvember 1879 og lést 6. febrúar 1925 Vestnahafs.
Foreldrar hennar voru Markús Vigfússon frá Hólshúsi, f. 25. desember 1851 í Danmörku, d. 8. desember 1921 í Utah, og kona hans Guðríður Woolf (Vigfússon) húsfreyja, f. 26. apríl 1858, d. í desember 1933 Vestanhafs.

Margrét Jónína var með móður sinni og fjölskyldu hennar í Litlabæ 1880.
Hún fluttist með foreldrum sínum, systkinum og Valgerði móðurmóður sinni, til Vesturheims 1886.

Maður hennar var Eggert Guðmundur Ólafsson frá Götu, bóndi og járnbrautarstarfsmaður í Utah, f. 1. nóvember 1855, d. 2. desember 1918 í Spanish Fork. Margrét var síðari kona hans.
Þau báru ættarnafnið Olson.
Börn þeirra voru:
1. Pauline Margret.
2. Edna.
3. David Reed, dó á 1. ári.
4. Anna.
5. Ginnie J.
6. William Andrew.
7. Oliver Edward.
8. Sophia Elizabeth (Beth).


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.