Engilbert Ottó Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. júní 2006 kl. 13:03 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. júní 2006 kl. 13:03 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Engilbert Ottó Sigurðsson, kallaður Engli, fæddist 14. maí 1931 á Brekastíg 23 þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason sjómaður og Þorbjörg Sigurðardóttir húsmóðir.

Strax á barnaskólaárunum fór Engli að vinna á vetrarvertíðinni, alla eftirmiðdaga og fram á kvöld niðri á Básaskersbryggju. Fiskitökuskipin sem sigldu með fiskinn til Englands, lágu við Herjólfskantinn. Þaðan var fiskurinn pikkaður í rennu sem lá niður í lestar skipanna. Engli og fleiri strákar höfðu það starf að tína fiskinn að rennunni. Á yngri árum vann Engli auk þess fyrir sér í Magnúsarbakaríi, í Ísfélaginu og á sjó. Eftir 40 ár til sjós fór hann að vinna í Ísfélaginu á vörubíl og lyftara en fór svo í hnífabrýnslu. Þar var hann til starfsloka árið 2002.

Eiginkona Engla frá 1953 er Guðríður Guðfinna Jónsdóttir. Fyrir þeirra kynni átti hún Jón Ragnar Sævarsson en saman eiga þau Kolbrúnu Engilbertsdóttur og Þór Engilbertsson.


Heimildir

  • Friðrik Ásmundsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 2005.