Sigurður Sigbjörnsson (Steinum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. nóvember 2015 kl. 20:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. nóvember 2015 kl. 20:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurður Sigbjörnsson''' togarasjómaður og skipstjóri frá Vík í Fáskrúðsfirði fæddist 20. maí 1900 og lést 17. nóvember 1995.<br> Foreldrar hans voru Sigbjörn Þo...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sigbjörnsson togarasjómaður og skipstjóri frá Vík í Fáskrúðsfirði fæddist 20. maí 1900 og lést 17. nóvember 1995.
Foreldrar hans voru Sigbjörn Þorsteinsson bóndi, f. 22. júní 1858, d. 14. júní 1915, og Steinunn Jakobína Bjarnadóttir húsfreyja, f. 10. október 1857, d. 24. desember 1943.

Sigurður var með foreldrum sínum og fjölskyldu í Vík í æsku, en faðir hans lést, er Sigurður var 15 ára. .
Hann fluttist frá Fáskrúðsfirði til Eyja 1923, kvæntist Unu 1924 og eignaðist Þorstein Berent með henni 1925. Þau skildu síðan samvistir og Sigurður fluttist frá Eyjum.

Sigurður var þríkvæntur.
I. Fyrsta kona hans, (12. júlí 1924, skildu), var Una Helgadóttir húsfreyja frá Steinum, f. 17. júní 1901, d. 28. ágúst 1990.
Barn þeirra var
1. Þorsteinn Berent Sigurðsson loftskeytamaður, flugumferðarstjóri, f. 10. júní 1925, d. 27. júli 2012.

II. Miðkona Sigurðar, (20. desember 1930), var Guðrún Haraldsdóttir húsfreyja, hjúkrunarkona frá Byggðarholti í Reyðarfirði, f. 10. júlí 1900, d. 17. desember 1945. Foreldrar hennar voru Haraldur Helgason bóndi í Byggðarholti, f. 22. mars 1855, d. 11. janúar 1929, og kona hans Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. mars 1869, d. 15. desember 1913. Guðrún veiktist af berklum og lést á Vífilsstöðum 1945.
Þau Sigurður voru barnlaus.

III. Þriðja kona Sigurðar, (12. apríl 1947), var Ástrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1906, d. 20. júní 1989. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðlaugsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 12. apríl 1862, d. 15. febrúar 1935, og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1876, d. 7. júní 1961. Fyrri maður Ástrúnar var Elías Loftsson sjómaður í Reykjavík, f. 29. ágúst 1907, d. 30. október 1940, fórst með b.v. Braga.
Sonur hennar og stjúpsonur Sigurðar er
2. Guðmundur Ingi Sævar Elíasson læknir, f. 27. júlí 1939.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.