Sigþrúður Sigrún Aðalheiður Eyjólfsdóttir
Sigþrúður Sigrún Aðalheiður Eyjólfsdóttir húsfreyja í Haga fæddist 25. október 1905 á Sauðárkróki og lést 5. janúar 2004.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Ísaksson verkamaður, f. 27. júlí 1827, d. 13. september 1951, og kona hans Sólveig Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1870, d. 24. maí 1962.
Sigþrúður var með foreldrum sínum á Sauðárkróki 1910, fluttist með þeim til Hafnarfjarðar, var gestur á Skansi á Álftanesi 1920.
Hún fluttist til Eyja 1928.
Þau Guðfinnur giftust 1929. Þau bjuggu í Haga 1930, skildu barnlaus.
Sigþrúður fluttist til Reykjavíkur, giftist Kristjáni Valdemari Kristjánssyni, f. 20. apríl 2004, d. 18. september 1974.
Þau voru barnlaus.
Að síðustu dvaldi Sigþrúður Sigrún á Hrafnistu í Reykjavík.
Hún lést 2004.
Sigþrúður Sigrún var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (20. ágúst 1929, skildu), var Guðfinnur Þórðarson sjómaður í Haga, f. 31. júlí 1888, d. 28. ágúst 1965.
Þau voru barnlaus.
II. Síðari maður hennar var Kristján Valdemar Kristjánsson, f. 20. apríl 2004, d. 18. september 1974.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 14. janúar 2004. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.