Soffía Gísladóttir (Jaðri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. september 2015 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. september 2015 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Soffía Gísladóttir. '''Soffía Gísladóttir''' frá Jaðri fæddist 31. desember 1915 í Görðum og lést...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Soffía Gísladóttir.

Soffía Gísladóttir frá Jaðri fæddist 31. desember 1915 í Görðum og lést 14. september 2003.
Foreldrar hennar voru Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877, d. 7. nóvember 1943, og kona hans Guðleif Kristjánsdóttir húsfreyja , f. 13. október 1886, d. 22. janúar 1917.

Systkini hennar voru:
1. Haraldur Gíslason sjómaður, verkamaður, f. 24. apríl 1907, d. 24. nóvember 1989. Hann var tökubarn í Múlakoti 1920.
2. Sigríður Stefanía Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi, f. 11. apríl 1908, d. 10. mars 1995. Hún ólst upp hjá ömmusystur sinni í Hamragörðum u. Eyjafjöllum.
3. Þuríður Guðlaug Gísladóttir, f. 19. september 1909, d. 6. ágúst 1971. Hún var tökubarn í Stóru-Mörk 1910, á Grjótá í Fljótshlíð 1920, síðar vinnukona í Reykjavík.
4. Kristján Belló Gíslason leigubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 1. febrúar 1912, d. 31. maí 2005. Hann var með föður sínum á Litlu-Grund 1917, í Múlakoti 1920.
5. Fanney Gísladóttir verkakona, f. 16. desember 1914 í Görðum og lést 10. júní 2005.
6. Ásta Gísladóttir, f. 17. janúar, d. sama dag.

Soffía missti móður sína, er hún var eins árs. Hún fór í fóstur til frændfólks síns í Múlakoti í Fljótshlíð, þeirra Túbals Magnússonar bónda og konu hans Guðbjargar Þorleifsdóttur. Þar ólst hún upp.
Hún var vinnukona í Reykjavík um skeið, en giftist Jóni Inga Jónssyni frá Dufþaksholti í Hvolhreppi 1939.
Þau bjuggu í Eyjum í fyrstu, en 1946 réðust þau til Skógræktarinnar á Tumastöðum í Fljótshlíð, stofnuðu til búskapar í Fljótsdal í Fljótshlíð 1950, en fluttust 1955 að Deild þar sem þau bjuggu í 36 ár. Þá brugðu þau búi og fluttust á Hvolsvöll.
Soffía fluttist á hjúkrunarheimilið Ljósheima á Selfossi árið 2000.
Hún lést 2003.

Maður Soffíu, (2. september 1939), var Jón Ingi Jónsson frá Dufþaksholti í Hvolhreppi, bóndi í Deild í Fljótshlíð, f. 2. september 1911, d. 30. ágúst 1996.
Börn þeirra:
1. Þórir Þröstur Jónsson, f. 4. febrúar 1940. Kona hans er Ragnheiður Skúladóttir húsfreyja.
2. Hrefna Jónsdóttir, f. 9. nóvember 1945. Maður hennar var Björn Stefánsson flugumsjónarmaður.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.