Runólfur Runólfsson (Elínarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. ágúst 2015 kl. 12:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. ágúst 2015 kl. 12:20 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Runólfur Runólfsson vinnumaður fæddist 28. júní 1860 í Draumbæ og hrapaði til bana í Mjóafirði eystra 22. janúar 1888.
Foreldrar hans voru Runólfur Eiríksson vinnumaður, sjómaður á þilskipinu Helgu, f. 19. ágúst 1828, drukknaði í apríl 1867 og barnsmóðir hans Guðlaug Magnúsdóttir vinnukona, f. 30. desember 1825, d. 8. maí 1916.

Bróðir Runólfs var
1. Magnús Runólfsson, f. 13. maí 1855, fórst með Helgu 1867.
Föðursystkini hans voru:
2. Einar Eiríksson á Löndum, f. 1847.
3. Kristín Eiríksdóttir á Löndum, f. 1842.

Runólfur var með foreldrum sínum í Dölum 1862, með móður sinni á Vesturhúsum 1863-1865, í Götu með henni 1866. Hann var niðursetningur á Vesturhúsum 1867, 10 ára í Elínarhúsi 1870 og 20 ára vinnumaður á Gjábakka 1880, í Frydendal 1882 og 1883, á Búastöðum 1884. Við húsvitjun á Búastöðum 1885 er nafn hans yfirstrikað og á spássíu skrifað „á Seyðisfjörð“.
Hann fluttist á Fjarðaröldu í Seyðisfirði 1885, var á Vestdalseyri þar 1887, er hann fluttist að Borgareyri í Mjóafirði, var á Höfðabrekku þar, er hann „hrapaði og varð úti“ 22. janúar 1888. Draugasaga fylgir atburði þessum.
Runólfur var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Blítt og strítt – Tíu þættir um ólík efni frá Mjóafirði. Vilhjálmur Hjálmarsson. Æskan 1992.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.