Friðrikka Matthildur Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júní 2015 kl. 20:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júní 2015 kl. 20:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Friðrika Matthildur Jónsdóttir“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Friðrikka Matthildur Jónsdóttir frá Steinmóðshúsi fæddist 3. júní 1863 í Steinmóðshúsi og mun hafa látist í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Elín Steinmóðsdóttir vinnukona og barnsfaðir hennar Jón Þorkelsson vinnumaður, sjómaður, f. 1833, fórst með þilskipinu Helgu 1867.

Systkini hennar, öll hálfsystkini, voru:
1. Steinmóður Guðmundsson, „sterki“ kallaður, sjómaður, f. 15. maí 1860.
2. Guðmundur Jesson, síðar verkamaður á Litlu-Grund, f. 13. nóvember 1867, d. 19. apríl 1931.
3. Kristján Sæmundsson, f. 20. mars 1875, d. 18. febrúar 1933.

Friðrikka Matthildur var með móður sinni hjá Elínu móðurmóður sinni í Steinmóðshúsi til 1873, er amma hennar hætti þar búskap, fluttist með henni og móður sinni að Hólshúsi 1874. Hún var þar 1875 með 83 ára ömmu sinni, móður sinni og Kristjáni hálfbróður sínum, var þar 1876 með móður sinni og Kristjáni í sambýli við Jón móðurbróður sínn og fjölskyldu hans.
Hún var léttakind í Fagurlyst 1877-1878, vinnustúlka þar 1879-1881, vinnukona í Vanangri 1882-1885, vinnukona í Kornhól 1886-1888, í Nöjsomhed 1890-1893, er hún fluttist þaðan til Vesturheims.
Friðrikka Matthildur var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.