Bergljót Sigurðardóttir (Steinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. ágúst 2014 kl. 17:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. ágúst 2014 kl. 17:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Bergljót Sigurðardóttir (Steinsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Bergljót Sigurðardóttir vinnukona í Fljótshlíð, síðar hjá Birni syni sínum á Steinsstöðum, fæddist 1750 og lést 21. nóvember 1819.

Faðir hennar var Sigurður bóndi í Múlakoti í Fljótshlíð, síðar bóndi og umboðsmaður á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, síðast bóndi á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð í N-Múl., f. 1720, á lífi 1754, drukknaði í Lagarfljóti, Eyjólfsson „spaka‟, „mókolls‟, bónda og lögréttumanns (1724-1746) í Eyvindarmúla í Fljótshlíð, f. um 1689, d. 24. nóvember 1781, Guðmundssonar, og konu Eyjólfs, Hildar húsfreyju, f. 1697, Þorsteinsdóttur prests í Holti Oddssonar.
Móðir Bergljótar og kona Sigurðar í Múlakoti var Bóel húsfreyja, f. 1724, d. 26. febrúar 1797, Jensdóttir Wíum sýslumanns í Múlaþingi, (ættföður Wíum-ættar), f. (1690), d. 1740, Péturssonar Wíum, og konu Jens Wíum, Ingibjargar húsfreyju, f. 1690, á lífi 1762, Jónsdóttur.

Bergljót var föðursystir Bóelar Jensdóttur húsfreyju á Oddsstöðum, konu Jóns Þorleifssonar sýslumanns.

Bergljót var vinnukona á Kollabæ í Fljótshlíð, síðar í A-Landeyjum. Hún var hjá syni sínum á Steinsstöðum við manntal 1816.

I. Barnsfaðir Bergljótar var Björn í Kollabæ í Fljótshlíð.
Barn þeirra var
Björn Björnsson bóndi á Steinsstöðum, 16. mars 1789 í Kollabæ í Fljótshlíð, d. 20. júní 1821.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.