Bólstaðarhlíð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. nóvember 2013 kl. 16:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. nóvember 2013 kl. 16:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Bólstaðarhlíð

Húsið Bólstaðarhlíð stóð við Heimagötu 39. Björn Bjarnason, sjómaður, byggði húsið. Móðurætt Bjarna var úr Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu og kemur nafn hússins þaðan. Myndin hér til hliðar er af garðinum við Bólstaðarhlíð sem Ingibjörg Ólafsdóttir eiginkona Björns lagði mikla vinnu og elju í.

Garðurinn við Bólstaðarhlíð
Þegar húsið var grafið upp eftir gos.

Björn Bjarnason og Ingibjörg Ólafsdóttir byggðu húsið 1924. Lóðina gáfu Bjarni Einarsson og Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ syni sínum Birni. Hann hóf að grafa grunninn 20. maí 1924. Byggingameistari var Magnús Ísleifsson í London einn af bestu og vandvirkustu smiðum í Eyjum þá og réði Björn tvo smiði úr Reykjavík á móti honum. Björn fékk dugmikinn mann með sér til að steypa holsteininn eftir mótum sem hann smíðaði eftir sænskum teikningum. Byggingin gekk vel og tók um 7 mánuði að byggja húsið. Björn og Ingibjörg fluttu inn á Þorláksmessu sama ár og kostaði húsið 20.000 kr.

Þegar gaus bjuggu í húsinu hjónin Björn Jónsson og Björg Sigríður Óskarsdóttir ásamt dóttur sinni Auði. Einnig bjuggu í húsinu Hjálmfríður Hjálmarsdóttir, Klara Þorleifsdóttir og Þorleifur Jónson.


Heimildir

  • Blik 1978. bls. 32-33
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.
  • Húsin undir hrauninu haust 2012.

Myndasafn