Guðrún Jónsdóttir (Frydendal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. desember 2014 kl. 15:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. desember 2014 kl. 15:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir vinnukona í Frydendal, síðar bústýra á Vilborgarstöðum, fæddist 28. febrúar 1864 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum og lést 10. nóvember 1890.
Foreldrar hennar voru Jón Gunnsteinsson bóndi í Vesturholtum, f. 31. ágúst 1824, d. 29. maí 1869, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1823, d. 13. maí 1865.

Guðrún og Hannes Jónsson lóðs voru systrabörn.

Guðrún varð niðursetningur eftir lát foreldra sinna, var 6 ára í Holtsmúla í Landsveit 1870.
Hún var 16 ára vinnukona hjá móðursystur sinni Margréti Jónsdóttur ekkju í Nýja-Kastala 1880.
Vinnukona var hún í Frydendal 1885 og enn 1889 við fæðingu sona þeirra Antons, en 1890 var hún bústýra hans á Vilborgarstöðum.
Brúðkaup þeirra Antons hafði verið ákveðið samkv. prestþjónustubók, en hún dó 10. nóvember 1890 á Vilborgarstöðum.

Barnsfaðir og sambýlismaður Guðrúnar var Anton Bjarnasen verslunarþjónn, síðar verslunarstjóri í Vík og Eyjum og kaupmaður í Dagsbrún, f. 6. desember 1864, d. 21. mars 1916.
Börn þeirra hér:
1. Jóhann Antonsson Bjarnasen kaupmaður, f. 26. júní 1885, d. 24. september 1953.
2. Karl Antonsson Bjarnasen, f. 18. október 1889, d. 1915.


Heimildir