Jón Eyjólfsson (Sjólyst)
Jón Eyjólfsson vinnumaður í Sjólyst fæddist 6. janúar 1821 og lést 25. ágúst 1837 úr landfarsótt.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Oddsson bóndi Torfastöðum þar, síðar hreppstjóri og sáttasemjari á Eyvindarmúla þar og að lokum bóndi í Fljótsdal þar, f. 1789, d. fyrir 1855, og fyrri kona hans Guðrún Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1794, d. fyrir 1840.
Bróðir Jóns var Magnús Eyjólfsson silfursmiður, f. 23. febrúar 1828, d. 25. júlí 1899.
Jón var með foreldrum sínum á Torfastöðum í æsku, kom til Eyja 1836 og var vinnumaður í Sjólyst, er hann lést 1837 úr landfarsótt.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.