Herborg Hreiðarsdóttir (Oddsstöðum)
Herborg Hreiðarsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum fæddist 1740 og lést 25. ágúst 1802.
Maður hennar var Bergþór Ingimundarson bóndi og hreppstjóri á Oddsstöðum, f. 1722, d. 20. ágúst 1792. Hann var skráður búandi á Oddsstöðum 1762.
Möguleg börn þeirra eru ekki skráð, enda nær fæðingaskrá lengst til ársins 1786.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.