Friðrik Jónsson (Steinmóðshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. mars 2014 kl. 15:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. mars 2014 kl. 15:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Friðrik Jónsson (Steinmóðshúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Friðrik Jónsson verkamaður frá Steinmóðshúsi fæddist 15. febrúar 1879 á Gjábakka og lést 18. nóvember 1958.
Jón Steinmóðsson, f. 17. nóvember 1834, d. 28. október 1896 og kona hans Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1836, d. 29. desember 1914.

Systir Friðriks var Kristín Jónsdóttir frá Steinmóðshúsi, síðar húsfreyja á Seyðisfirði, f. 25. febrúar 1873, d. 16. júlí 1942.

Friðrik var eins árs niðursetningur í Vanangri 1880, en þar voru foreldrar hans vinnuhjú. Hann var niðursetningur á Oddstöðum 1890, 22 ára vinnumaður á Búastöðum 1901 og í Frydendal 1910, í Valhöll 1920 og á Strandvegi 43 A 1930.
Friðrik var að síðustu á Elliheimilinu í Skálholti.
Hann var ókvæntur.


Heimildir