Sigurður Jónsson (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2014 kl. 18:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2014 kl. 18:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Jónsson (Ofanleiti)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Jónsson vinnumaður á Ofanleiti fæddist 1815 í Ranakoti á Stokkseyri og hrapaði til bana 22. ágúst 1848.
Foreldrar hans voru Jón Vigfússon frá Ártúnum á Rangárvöllum, bóndi í Ranakoti, skírður 13. október 1783, varð úti í Ólafsskarði 17. desember 1820, og kona hans Sesselja Helgadóttir húsfreyja frá Brattholti, síðar á Miðhúsum, f. 1791, d. 30. maí 1866.

Sigurður fluttist með ekkjunni móður sinni til Eyja 1826.
Hann var vinnumaður á Ofanleiti 1848, er hann hrapaði úr Hamrinum.

1. Við skírn Margrétar hér neðar skráði prestur, að getnaður hennar væri annað skírlífisbrot Sigurðar. Sú fæðing finnst ekki í Eyjum.

Barnsmóðir Sigurðar var Þuríður Jakobsdóttir, f. 3. mars 1801, d. 6. apríl 1859.
Barn þeirra var
2. Margrét Sigurðardóttir, f. 21. október 1838, d. 26. október 1838 úr ginklofa.


Heimildir