Jón Einarsson (Gvendarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júní 2014 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júní 2014 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Einarsson (Gvendarhúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Jón Einarsson bóndi í Gvendarhúsi fæddist um 1745 og lést fyrir 1785.
Hann er líklega sá, sem var skráður búandi á Ofanleitisbæjum 1762.
Kona hans var Margrét Brandsdóttir húsfreyja, f. 1746, d. 27. júlí 1802 úr „ginklofa“ (stífkrampa).
Barna er ekki getið, enda hófst skráning fæðinga í Eyjum fyrst 1786.


Heimildir