Margrét Sigurðardóttir (Dölum)
Margrét Sigurðardóttir húsfreyja í Dölum fæddist 28. júní 1855 og lést 23. desember 1893.
Foreldrar hennar voru Sigurður Vigfússon bóndi á Steinsstöðum, f. 31. maí 1791, d. 15. apríl 1857, og síðari kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1819, d. 24. mars 1883.
Margrét var á fyrsta ári hjá foreldrum sínum á Steinsstöðum 1855, niðursetningur með ekkjunni móður sinni á Löndum 1860, 15 ára niðursetningur í Juliushaab 1870, 25 ára vinnukona í Þorlaugargerði 1880, og þar var ekkjan móðir hennar 61 árs niðursetningur.
Hún var húsfreyja í Dölum 1890 og lést 1893.
I. Maður Margrétar, (16. október 1887), var Guðjón Jónsson eldri, tómthúsmaður í Dölum, f. 4. ágúst 1862, d. 29. júní 1900.
Börn þeirra hér:
1. Sophus Guðjón Guðjónsson, f. 24. desember 1886, með foreldrum sínum 1890.
2. Sigurjón Guðjónsson, f. 10. desember 1888, d. 17. október 1895.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.