Margrét Eiríksdóttir (Gjábakka)
Margrét Eiríksdóttir bústýra á Gjábakka fæddist 1752 og lést líklega fyrir mt. 1816. (Dánarskrár skortir 1814-16).
Margrét var bústýra hjá Einari Jónssyni á Gjábakka, f. 1724, d. 1805. Fortíð hennar er a.ö.l. ókunn.
I. Barnsfaðir Margrétar var Einar Jónsson tómthúsmaður og sjómaður á Gjábakka, f. 1724, d. 1805.
Börn þeirra hér:
1. Anna Einarsdóttir, f. 31. júlí 1796, d. 10. ágúst 1796 úr ginklofa.
2. Elín Einarsdóttir húsfreyja í Kastala og á Oddsstöðum, f. 30. júlí 1797, d. 6. júní 1854.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.