Margrét Helgadóttir (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. mars 2014 kl. 15:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. mars 2014 kl. 15:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Helgadóttir (Miðhúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Helgadóttir vinnukona fæddist 24. september 1861 á Miðhúsum og lést 9. september 1945 í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson á Miðhúsum, fyrrum bóndi í Draumbæ, f. 8. september 1806, d. 3. september 1885, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Miðhúsum, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897.

Margrét var hjá foreldrum sínum á Miðhúsum 1870 og þar var einnig hálfbróðir hennar Guðmundur Einarsson. Hún var vinnukona á Gjábakka 1880, fór til Vesturheims 1888, þá 22 ára vinnukona í Sjólyst.
Hún nefndist vestra Mrs. John Slater Bunting.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.