Katrín Eyjólfsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Katrín Eyjólfsdóttir húsfreyja í Helgahjalli og á Vesturhúsum fæddist 28. júní 1834 og lést 2. apríl 1915.
Faðir hennar var Eyjólfur Erasmusson bóndi á Vesturhúsum, f. 1807 og kona hans Valgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1805, d. 17. júní 1870.

Katrín var með foreldrum sínum á Vesturhúsum 1845 og 1850.
Hún var gift kona í Helgahjalli 1860 með Eiríki og börnum sínum Valgerði Eiríksdóttur fimm ára og Magnúsi Eiríkssyni eins árs.
Á manntali 1870 er hún komin að Vesturhúsum og er þar með Eiríki og börnunum tveim, ekklinum föður sínum og Eyjólfi syni Eiríks.
1890 er hún á Vesturhúsum, tengdamóðir húsbóndans Eyjólfs Jónssonar. Svo er einnig 1901.
Hún er á Vesturhúsum 1910 hjá ekkjunni dóttur sinni og þrem börnum hennar.

Maður Katrínar var Eiríkur Eiríksson bóndi á Vesturhúsum, skírður 3. mars 1827, d. 1882.

Börn þeirra Eiríks voru:
1. Valgerður Eiríksdóttir, f. 23. október 1856, d. 25. júní 1918.
2. Magnús Eiríksson, f. 9. febrúar 1860, d. 15. apríl 1917.
3. Barn, dáið í æsku.


Heimildir