Jón Ólafsson (Elínarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2013 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2013 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Ólafsson''' tómthúsmaður í Elínarhúsi fæddist 10. ágúst 1799 í Melkoti í Leirársveit í Borgarfirði og lést 20. júlí 1825, „28 ára‟.<br> Faðir hans...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ólafsson tómthúsmaður í Elínarhúsi fæddist 10. ágúst 1799 í Melkoti í Leirársveit í Borgarfirði og lést 20. júlí 1825, „28 ára‟.
Faðir hans var Ólafur vefari við Innréttingarnar í Reykjavík, bóndi í Melkoti og víðar í Borgarfirði, f. 1768 í Reykjavík, drukknaði 26. apríl 1834, Magnússon vefara í Skálholtskoti í Reykjavík, frá Miðhlíð á Barðaströnd, f. 1733, d. 30. júlí 1792, Björnssonar bónda í Miðhlíð, f. um 1704, d. 1773, Magnússonar sýslumanns á Arnarstapa Björnssonar, og konu Björns í Miðhlíð, Guðrúnar húsfreyju frá Kinnarstöðum í Barð., f. (1705), Einarsdóttur.
Móðir Ólafs vefara og kona Magnúsar vefara var Geirdís húsfreyja, f. 1738, d. 3. maí 1813, Jónsdóttir smiðs á Eyrarbakka, og konu Jóns smiðs, Guðrúnar húsfreyju, f. 1717, á lífi 1791, Vigfúsdóttur.

Móðir Jóns í Elínarhúsi var Steinunn húsfreyja frá Búð í Þykkvabæ, Rang., f. 1764, d. 22. ágúst 1825 á Vatnshorni í Skorradal, Nikulásdóttir bónda í Búð, f. 1725, d. 3. apríl 1790 á Miðnesi, Þorgilssonar bónda í Norður-Nýjabæ gamla í Hábæjarhverfi í Holtum, f. 1689, á lífi 1729, Ísólfssonar, og konu Þorgils, Guðnýjar húsfreyju, f. 1691, á lífi 1729, Erlendsdóttur.
Móðir Steinunnar frá Búð og kona Nikulásar bónda þar er ókunn.

Jón Ólafsson var albróðir Nikulásar Ólafssonar sjómanns í Eyjum, f. 2. nóvember 1790, drukknaði 17. apríl 1821.

Kona Jóns, (29. júní 1823), var Ingibjörg Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Norðurgarði, f. 26. nóvember 1799, d. 29. mars 1883.
Börn þeirra hér:
1. Nikulás Jónsson, f. 2. júní 1824 í Elínarhúsi, d. 10. júní 1824.
2. Guðrún Jónsdóttir, f. 21. apríl 1825 í Elínarhúsi, d. fyrir manntal 1890.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl
  • Prestþjónustubækur.
  • Sýslumannaævir I-V. Bogi Benediktsson.