Kristín Stefánsdóttir (Háagarði)
Kristín Stefánsdóttir húsfreyja í Háagarði, f. 1779, d. 14. júlí 1869.
Foreldrar hennar voru Stefán bóndi á Bjalla á Landi, f. 1742, d. 8. febrúar 1837, Filippusson prests í Kálfholti í Holtum, f. 1693, d. 1779, Gunnarssonar og seinni konu séra Filippusar, Vilborgar, d. 1774, Þórðar lögréttumanns í Háfi Þórðarsonar.
Móðir Kristínar og kona Stefáns var Helga húsfreyja, f. 1747, d. 10. júlí 1812, Gísladóttir bónda í Hjallanesi, f. 1693, Tómassonar og seinni konu Gísla, Ingiríðar Guðmundsdóttur.
Kristín var síðari kona Jóns Jónssonar bónda í Háagarði. Þau bjuggu þar 1816-1835. Fyrri kona hans var Valgerður Guðbrandsdóttir.
Þau Jón voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslezka bókmenntafélag 1948-1976.
- Manntöl.