Nikulás Gunnsteinsson (Presthúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2013 kl. 16:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2013 kl. 16:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Nikulás Gunnsteinsson''' bóndi í Presthúsum fæddist 1744 og lést 19. desember 1826 í Presthúsum, 83 ára.<br> Hann var bóndi í Presthúsum 1801 og 1816.<br> I. Kona...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Nikulás Gunnsteinsson bóndi í Presthúsum fæddist 1744 og lést 19. desember 1826 í Presthúsum, 83 ára.
Hann var bóndi í Presthúsum 1801 og 1816.

I. Kona, (samkv. mt 1801 var hann í 3. hjónabandi):
Nafn hennar og börn þeirra ókunn hér.

II. Kona Helga Valdadóttir húsfreyja, f. um 1763, d. 9. september 1788, 25 ára.
Börn hér:
1. Guðrún Nikulásdóttir, d. 14. október 1785
2. Benedikt Nikulásson, f. 15. ágúst 1786, d. 22. ágúst 1786 úr ginklofa.
3. Guðrún Nikulásdóttir, f. 5. september 1787, d. 13. september 1787 úr ginklofa.
4. Sigríður Nikulásdóttir, f. í ágúst 1788, d. 6. september 1788 úr ginklofa.

III. Kona, 12. júlí 1789, var Steinvör Ormsdóttir, f. 1762 á Vilborgarstöðum, d. 1. desember 1853.
Börn hér:
5. Andvana fæddur drengur 23. apríl1790.
6. Margrét Nikulásdóttir, f. 18. október 1791, d. 24. október 1791.
7. Margrét Nikulásdóttir, f. 12. maí 1793, d. 17. maí 1793, 5 daga gömul úr ginklofa.br> 8. Ormur Nikulásson, f. 13. júní 1794, d. 25. júní 1794 úr ginklofa, tveggja vikna gamall.
9. Andvana stúlka, f. 20. október 1797.


Heimildir