Einar Guðmundsson (Steinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júlí 2013 kl. 22:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júlí 2013 kl. 22:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Einar Guðmundsson''' bóndi á Steinsstöðum fæddist 26. mars 1834 og hrapaði til bana úr Ofanleitishamri 27. maí 1858.<br> Faðir hans ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Guðmundsson bóndi á Steinsstöðum fæddist 26. mars 1834 og hrapaði til bana úr Ofanleitishamri 27. maí 1858.
Faðir hans var Guðmundur bóndi á Skíðbakka í A-Landeyjum, f. á Lágafelli þar, skírður 18. febrúar 1792, d. 27. mars 1840 í Eyjum, Magnússon bónda á Búðarhóli þar, f. 1763 í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð, d. 26. júní 1839 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, Jónssonar bónda í Vatnskoti, f. 1730, Magnússonar, og konu Jóns í Vatnskoti, Signýjar húsfreyju, f. 1734, d. 1. maí 1811, Brandsdóttur.
Móðir Guðmundar á Skíðbakka og fyrri kona Magnúsar á Búðarhóli var Kristín húsfreyja, f. 1755, d. 16. september 1796, Árnadóttir, ættuð úr Mýrdal.

Móðir Einars á Steinsstöðum og síðari kona Guðmundar var Málhildur húsfreyja, f. 28. júní 1798 í Klasbarðshjáleigu í V-Landeyjum, d. 18. júní 1845 á Skíðbakka, Guðmundsdóttir bónda í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (Bólstað), f. 1772, d. 21. október 1840 í Suðurhjáleigu, Einarssonar bónda á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, f. 1725, d. 29. apríl 1799, Guðmundssonar, og konu Einars á Skúmsstöðum, Ingibjargar húsfreyju, f. 1734, d. 17. ágúst 1817, Guðmundsdóttur.
Móðir Málhildar og fyrri kona Guðmundar í Bólstað var Guðrún húsfreyja, f. 1774, d. 5. október 1805, Jónsdóttir bónda í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi, f. 1750, d. 1793, Atlasonar, og konu Jóns, Kristínar húsfreyju, f. 1715, Bjarnadóttur.

Einar var 7 ára með ekkjunni móður sinni 1840, en faðir hans var þá nýlátinn í Eyjum. Móðir hans bjó áfram á Skíðbakka, en lést 1845. Við manntal þá var Einar fósturbarn í Norðurgarði hjá móðursystur sinni Ingibjörgu Guðmundsdóttur húsfreyju þar. Hann var þar 12 ára. Valgerður Jónsdóttir dóttir Ingibjargar var þar 14 ára.
Hann var 17 ára vinnupiltur í Norðurgarði 1850.
Einar hrapaði úr Hamrinum 27. maí 1858.

Systkini Einars á Steinsstöðum í Eyjum voru:
1. Guðmundur húsmaður á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, d. 16. febrúar 1865, kvæntur Guðríði Oddsdóttur.
2. Sæmundur húsmaður á Vilborgarstöðum, f. 9. júlí 1837, d. 18. október 1890, fyrr kvæntur Ástríði Hjaltadóttur, síðar Guðbjörgu Árnadóttur.
Móðursystir Einars í Eyjum var
Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 26. nóvember 1799, d. 29. mars 1883, kona Jóns Jónssonar bónda, f. 1. mars 1791, hrapaði til bana 21. ágúst 1851.

Einar átti tvær konur:
I. Börn Einars með Valgerði Jónsdóttur frænku sinni frá Norðurgarði, f. 20. ágúst 1832, d. 7. október 1896:
1. Ingibjörg Einarsdóttir, f. 8. mars 1854, d. 24. apríl 1905. Var hjá ömmu sinni í Norðurgarði 1860, léttastúlka á Fögruvöllum 1870, vinnukona á Stíflu í Fljótshlíð 1880, vinnukona á Blábringu á Rangárvöllum hjá Jóni Guðmundssyni barnsföður sínum og fjölskyldu hans 1890, með barni þeirra Ingigerði Jónsdóttur.
2. Jón Einarsson á Garðsstöðum, f. 1857, d. 1906. Kona hans var Ingibjörg Hreinsdóttir húsfreyja.
II. Kona Einars á Steinsstöðum var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1832 á Norður-Hvoli í Mýrdal, d. 21. desember 1903 á Míðhúsum, ekkja og bústýra Ingvars Ólafssonar á Steinsstöðum 1860, síðar (26. október 1860) kona hans.
Barn Einars og Kristínar:
3. Ástríður Einarsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 10. október 1857 í Eyjum, d. 20. júlí 1919, kona Sigurðar Jónssonar verkamanns á Löndum, f. 29. október 1859, d. 10. ágúst 1932.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.