Ritverk Árna Árnasonar/Jón Ísaksson (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. ágúst 2013 kl. 14:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. ágúst 2013 kl. 14:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Ísaksson''' frá Norðurgarði fæddist 11. mars 1859 og lést 20. ágúst 1890, hrapaði í Ystakletti.<br> Foreldrar hans voru [[Ísak Ja...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ísaksson frá Norðurgarði fæddist 11. mars 1859 og lést 20. ágúst 1890, hrapaði í Ystakletti.
Foreldrar hans voru Ísak Jakob Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 1833, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 1833.

Jón var með foreldrum sínum í Norðurgarði 1860. Hann var niðursetningur í Draumbæ 1870, 21 árs vinnumaður í Jónshúsi, (Hlíðarhúsi) 1880. Hann hrapaði til bana 1890.

Kona Jóns Ísakssonar, (1885), var Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Framnesi, f. 31. ágúst 1858, d. 18. ágúst 1924.
Börn Jóns og Guðbjargar hér:
1. Maríus Jónsson í Framnesi, f. 7. febrúar 1883, d. 31. maí 1955, kvæntur Guðveigu Bjarnadóttur, f. 29. júlí 1880, d. 25. ágúst 1926.
2. Guðjón Jónsson í Framnesi, f. 20. febrúar 1885, d. 24. janúar 1945, kvæntur Níkólínu Guðnadóttur, f. 20. ágúst 1874, d. 19. nóvember 1950.
3. Þóranna Guðrún Jónsdóttir, f. 28. maí 1887, d. 9. júní 1920, gift Sigbirni Björnssyni á Ekru, f. 8. september 1876, d. 21. maí 1962.


Heimildir