Ritverk Árna Árnasonar/Guðmundur Árnason (Ásgarði)
Guðmundur Árnason frá Ásgarði fæddist 17. október 1898 í Hafnarfirði og lést 27. janúar 1988.
Foreldrar hans voru Árni Filippusson gæslustjóri í Ásgarði, f. 17. mars 1856, d. 6. janúar 1932 og kona hans Gíslína Jónsdóttir, f. 18. apríl 1871, d. 18. sepember 1953.
Guðmundur bjó með Sigurbjörgu Guðmundsdóttur frá Arnarhóli í Landeyjum, f. 8. mars 1904, d. 4. maí 1993. Þau bjuggu síðar í Reykjavík.
Börn Guðmundar og Sigurbjargar eru:
1. Þórarinn, f. 25. apríl 1929. Hann er að mestu alinn upp af föðursystur sinni Katrínu Árnadóttur og manni hennar Árna Árnasyni símritara.
2. Svanhildur, f. 29. ágúst 1931. Að mestu uppalin af föðursystur sinni Guðrúnu Árnadóttur og móður hennar Gíslínu Jónsdóttur.
3. Árni, f. 25. mars 1935.
4. Sigurður, f. 24. ágúst 1937.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.