Ystiklettur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2005 kl. 22:37 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2005 kl. 22:37 eftir Frosti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ystiklettur

Ystiklettur er austasti klettur norðurklettanna, en hann stendur norður af Víkini þar sem innsiglingin er. Hann er áfastur Miðkletti að norðvestan, og Faxasker stendur norðaustan við hann. Klettshellir er í Ystakletti og þykir hann afar fallegur sjávarhellir. Lundaveiði er mikið stunduð í Ystakletti, enda gefur kletturinn mjög gott af sér. Hæðsti tindur Ystakletts er kallaður Háhaus. Ystiklettur var í fornu tali kallaður Kletturinn eða Klettur

Reimleikar í Ystakletti

Út'í Ystakletti út' í Ystakletti álfkona bjó...

Jafnan hefur verið talið að reimt væri í Ystakletti. Einhverju sinni var Guðrún Laugudóttir við heyskap í Ystakletti. Hún var þar ein manna, en hafði hund sinn með sér. Hún svaf í veiðimannabólinu en hundurinn lá utandyra. Nótt eina vaknaði Guðrún við mikinn hávaða úti fyrir. Hundurinn var alveg trylltur. Þegar þetta hafði gengið nokkra stund varð allt í einu dauðaþögn. Í sömu svifum var hundinum fleygt inn til hennar. Þegar hún fór að gæta að þá sá hún að hundurin var steindauður. Hann hafði verið skorinn á háls.


Heimildir

  • Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum
  • Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014