Kristín Hafliðadóttir (Vilborgarstöðum)
Kristín Hafliðadóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1760 og var á lífi 1813.
Faðir hennar var Hafliði bóndi á Ystaskála undir Eyjafjöllum, f. 1721, d. 4. október 1788, Árnason bónda á Leirum, f. 1684, d. 1733, Eiríkssonar og konu Árna Katrínar Þorsteinsdóttur, f. 1691, á lífi 1746.
Kona Hafliða Árnasonar og móðir Kristínar var Ragnhildur, f. 1721, d. 23. desember 1804, Ólafs bónda á Hrútafelli undir Eyjafjöllum, f. 1699, Þórarinssonar og konu Ólafs, Margrétar Jónsdóttur, f. 1702.
Maður Kristínar (20. júlí 1797) var Björn Björnsson, þá bóndi á Vilborgarstöðum, f.1776, d. 12. júní 1843. Kristín var fyrri kona hans.
Börn þeirra Kristínar og Björns:
1. Valdís Björnsdóttir í Kokkhúsi í Eyjum, f. 21. apríl 1799, d. 31. mars 1835.
2. Ragnhildur, f. 1. júlí 1802, d. líklega ung.
Þau Björn bjuggu í Vetleifsholti 1798-1799, á Hrafnatóftum 1799-1800, í Árbæjarhjáleigu 1800-1802 og í Lambhúshól í Vetleifsholtshverfi 1893-1804.
Þau fluttu síðan til Eyja. Þar var Björn bóndi á Vilborgarstöðum 1816-1823.
Heimildir
- Holtamannabók I–Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Manntöl.